Hverjir eru samstarfsaðilar Google?

Google vinnur með fyrirtækjum og samtökum á ýmsa vegu. Við vísum til þessara fyrirtækja og stofnana sem „samstarfsaðila“. Til dæmis eiga meira en 2 milljónir vefsvæða og forrita í samstarfi við Google um birtingu auglýsinga. Milljónir þróunaraðila birta forrit sín á Google Play. Aðrir samstarfsaðilar hjálpa Google að tryggja öryggi þjónustunnar; upplýsingar um öryggisógnir geta hjálpað okkur að láta þig vita ef reikningurinn þinn er í hættu. Ef það gerist hjálpum við þér að grípa til aðgerða til að vernda reikninginn þinn.

Athugaðu að við vinnum einnig með traustum fyrirtækjum sem eru „gagnavinnsluaðilar“ en ekki samstarfsaðilar, sem þýðir að þau vinna úr upplýsingum fyrir okkar hönd til að styðja við þjónustu okkar, samkvæmt fyrirmælum okkar og í samræmi við persónuverndarstefnu okkar og aðrar viðeigandi trúnaðar- og öryggisráðstafanir. Nánari upplýsingar um hvernig við notum gagnavinnsluaðila eru í persónuverndarstefnu Google.

Við deilum ekki persónugreinanlegum upplýsingum frá þér með samstarfsaðilum okkar á sviði auglýsinga, svo sem nafni eða netfangi, nema þú biðjir okkur um að deila þeim. Ef þú sérð til dæmis auglýsingu fyrir blómabúð í næsta nágrenni við þig og velur hnappinn „ýttu til að hringja“ komum við símtalinu á og deilum hugsanlega símanúmerinu þínu með blómabúðinni.

Lesa má nánar um upplýsingar sem Google safnar, þar á meðal frá samstarfsaðilum, í persónuverndarstefnunni.

Google forrit
Aðalvalmynd