Auglýsingaþjónustur Google eru að prófa nýjar leiðir til að styðja við birtingu og mælingar stafrænna auglýsinga með aðferðum sem gæta persónuverndar fólks betur á netinu í gegnum Privacy Sandbox-verkefnið í Chrome og Android. Notendur sem hafa kveikt á viðeigandi stillingum í Chrome eða Android kunna að sjá viðeigandi auglýsingar frá auglýsingaþjónustum Google byggt á gögnum forritaskilanna Topics eða Protected Audience sem eru vistuð í vafra eða snjalltæki notandans. Auglýsingaþjónustur Google kunna einnig að mæla árangur auglýsinga með gögnum forritaskilanna Attribution Reporting sem eru vistuð í vafra eða snjalltæki notandans. Frekari upplýsingar um Privacy Sandbox.

Hvernig Google notar upplýsingar frá vefsvæðum eða forritum sem nota þjónustu okkar

Mörg vefsvæði nýta sér þjónustu Google til að bæta efni sitt og halda því ókeypis. Þegar þau nota þjónustu okkar deila þessi vefsvæði og forrit upplýsingum með Google.

Ef þú ferð til dæmis á vefsvæði sem notar auglýsingaþjónustu eins og AdSense, þar á meðal greiningarverkfæri á borð við Google Analytics, eða fellir inn myndskeið af YouTube, kann vafrinn að senda tilteknar upplýsingar sjálfkrafa til Google. Þar á meðal eru vefslóð síðunnar sem þú skoðar og IP-talan þín. Einnig er mögulegt að við vistum fótspor í vafranum þínum eða lesum fótspor sem þegar eru til staðar. Forrit sem nota auglýsingaþjónustu Google deila einnig upplýsingum með Google, til dæmis heiti forritsins og einkvæmu auðkenni fyrir auglýsingar.

Google notar upplýsingar sem vefsvæði og forrit deila með því til þess að veita þjónustu sína, viðhalda henni og bæta hana, þróa nýja þjónustu, mæla árangur auglýsinga, veita vernd gegn svikum og misnotkun og sérsníða efni og auglýsingar sem þú sérð á Google og á vefsvæðum og forritum samstarfsaðila þess. Nánari upplýsingar um meðhöndlun okkar á gögnum í ofangreindum tilgangi eru í persónuverndarstefnu okkar. Á síðunni Auglýsingar eru nánari upplýsingar um hvernig upplýsingarnar eru notaðar í tengslum við auglýsingar og hversu lengi Google geymir slíkar upplýsingar.

Í persónuverndarstefnunni okkar eru útskýrðar þær lagaheimildir sem Google reiðir sig á til að vinna úr upplýsingunum þínum. Við gætum unnið með upplýsingarnar þínar með þínu samþykki eða vegna lögmætra hagsmuna, svo sem veitt, viðhaldið og bætt þjónustu okkar til að uppfylla þarfir notenda.

Stundum þegar unnið er úr upplýsingum sem vefsvæði og forrit deila með okkur, óska þessi vefsvæði og forrit eftir samþykki þínu áður en Google er leyft að vinna úr upplýsingunum þínum. Til dæmis gæti birst borði á vefsvæði þar sem óskað er eftir samþykki fyrir því að Google vinni úr upplýsingunum sem vefsvæðið safnar. Þegar það gerist virðum við tilganginn sem lýst er í samþykkinu sem þú veitir vefsvæðinu eða forritinu umfram lagaheimildirnar sem lýst er í persónuverndarstefnu Google. Þú getur breytt eða afturkallað samþykki þitt á umræddu vefsvæði eða í umræddu forriti.

Sérsniðnar auglýsingar

Ef kveikt er á sérsniðnum auglýsingum notar Google upplýsingarnar þínar til að gera auglýsingar gagnlegri fyrir þig. Til dæmis getur vefsvæði sem selur fjallahjól notað auglýsingaþjónustu Google. Eftir að þú ferð á vefsvæðið gætirðu séð auglýsingu um fjallahjól á öðru vefsvæði sem birtir auglýsingar í gegnum Google.

Ef slökkt er á sérsniðnum auglýsingum mun Google hvorki safna upplýsingunum þínum né nota þær til að búa til auglýsingaprófíl eða sérsníða auglýsingar sem Google sýnir þér. Þú sérð áfram auglýsingar en þær verða ef til vill ekki jafn gagnlegar. Auglýsingar geta áfram byggst á efnisatriðum vefsvæðis eða forrits sem þú skoðar, núverandi leitarorðum eða almennri staðsetningu þinni en ekki áhugasviðum þínum, leitarferli eða vefferli. Áfram verður hægt að nota upplýsingarnar þínar í öðrum ofangreindum tilgangi, til dæmis til að mæla árangur auglýsinga og til að veita vernd gegn svikum og misnotkun.

Þegar þú notar vefsvæði eða forrit sem notar þjónustu Google gætirðu fengið val um að sjá sérsniðnar auglýsingar frá auglýsingaveitum, þar á meðal Google. Óháð því hvað þú velur mun Google ekki sérsníða auglýsingar sem þú sérð ef slökkt er á stillingu fyrir sérsniðnar auglýsingar eða ef reikningurinn þinn er ekki gjaldgengur fyrir sérsniðnar auglýsingar.

Þú getur séð og stjórnað því hvaða upplýsingar við notum til að birta þér auglýsingar í auglýsingastillingunum.

Hvernig þú getur stjórnað því hvaða upplýsingum Google safnar á þessum vefsvæðum og í þessum forritum

Hér eru nokkrar leiðir til að stjórna upplýsingunum sem tækið þitt deilir þegar þú heimsækir eða átt í samskiptum við vefsvæði og forrit sem nota þjónustu Google:

  • Auglýsingastillingar hjálpa þér að stjórna auglýsingum sem þú sérð í Google þjónustu (til .dæmis Google leit eða YouTube) eða á öðrum vefsvæðum og forritum sem nýta sér auglýsingaþjónustu Google. Þú getur einnig kynnt þér hvernig auglýsingar eru sérsniðnar, afþakkað sérsniðar auglýsingar og lokað á einstaka auglýsendur.
  • Ef þú ert skráð(ur) inn á Google reikninginn þinn, og eftir því hverjar reikningsstillingarnar þínar eru, geturðu notað Mínar aðgerðir til að fara yfir og stjórna gögnum sem eru búin til við notkun þína á Google þjónustu, þ. á m. upplýsingum sem við söfnum frá vefsvæðum og forritum sem þú hefur notað. Þú getur leitað eftir dagsetningu og efnisatriði og eytt hluta af eða öllum aðgerðum þínum.
  • Fjöldi vefsvæða og forrita notast við Google Analytics til að átta sig á hvernig gestir nota vefsvæðin eða forritin. Ef þú vilt ekki að Analytics sé notað í vafranum þínum geturðu sett upp Google Analytics vafraviðbótina. Hér eru frekari upplýsingar um Google Analytics og persónuvernd.
  • Huliðsstilling í Chrome gerir þér kleift að vafra án þess að upplýsingar um vefsíður og skrár séu skráðar í vafranum eða reikningsferlinum (nema þú veljir að skrá þig inn). Fótsporum er eytt þegar þú hefur lokað öllum huliðsgluggum og -flipum og bókamerki og stillingar eru vistuð þar til þú eyðir þeim. Hér eru frekari upplýsingar um fótspor. Notkun á huliðsstillingu eða öðrum lokuðum vafrastillingum í Chrome kemur ekki í veg fyrir gagnasöfnun þegar þú opnar vefsvæði sem nota Google-þjónustur og Google kann samt sem áður að safna gögnum þegar þú opnar vefsvæði á þessum vöfrum.
  • Margir vafrar, þar á meðal Chrome, gera þér kleift að loka fyrir fótspor frá þriðja aðila. Þú getur einnig hreinsað öll fótspor úr vafranum. Hér eru frekari upplýsingar um umsjón með fótsporum í Chrome.
Google forrit
Aðalvalmynd