Hvernig Google notar kreditkortanúmer fyrir greiðslur

Google notar kredit- og debetkortanúmerin sem þú gefur upp til að sjá um greiðslur fyrir kaup á netinu eða utan þess, þar á meðal á Google Play og Google Pay, og til að bregðast við svikum. Yfirlýsing Google greiðslna um persónuvernd veitir nákvæmar upplýsingar um það hvernig við notum greiðslu- og reikningsupplýsingarnar þínar, þ.m.t. upplýsingar sem við söfnum og hvernig við deilum þeim. Við deilum persónuupplýsingum aðeins með þriðju aðilum í þeim tilfellum sem lýst er í yfirlýsingu Google greiðslna um persónuvernd. Kredit- og debetkortanúmerin sem þú veitir Google eru dulkóðuð og vistuð á öruggum netþjónum á öruggum stað.

Google forrit
Aðalvalmynd