Skilgreiningar

ábyrgð

Trygging fyrir því að vara eða þjónusta uppfylli tiltekin viðmið.

bæta tjón eða trygging

Samningsbundin skylda einstaklings eða stofnunar/fyrirtækis til að bæta tap annars einstaklings eða stofnunar/fyrirtækis vegna málaferla, svo sem málsókna.

efnið þitt

Það sem þú býrð til, hleður inn, sendir inn, geymir, sendir, tekur við eða deilir með Google gegnum þjónustu okkar, svo sem:

  • skjöl, töflureiknar og skyggnur sem þú býrð til
  • bloggfærslur sem þú hleður inn með Blogger
  • umsagnir sem þú sendir inn í Kortum
  • myndskeið sem þú geymir á Drive
  • tölvupóstur sem þú sendir og móttekur í Gmail
  • myndir sem þú deilir með vinum með Google myndum
  • ferðaáætlanir sem þú deilir með Google

fyrirvari

Yfirlýsing sem takmarkar lagalega ábyrgð einhvers.

hlutdeildarfélag

Aðili sem tilheyrir fyrirtækjahópi Google, sem eru Google LLC og dótturfélög þess, þar á meðal eftirfarandi fyrirtæki sem veita neytendaþjónustu innan ESB: Google Ireland Limited, Google Commerce Limited og Google Dialer Inc.

hugverkaréttur

Réttindi yfir hugverkum einstaklings, svo sem uppfinningum (einkaleyfi); ritverkum eða listaverkum (höfundarréttur); hönnun (hönnunarréttindi); og táknum, heitum og myndum sem notuð eru í viðskiptum (vörumerki). Hugverkaréttindi kunna að tilheyra þér, öðrum einstaklingi eða fyrirtæki.

höfundarréttur

Lagalegur réttur sem gerir höfundi hugverks (svo sem bloggfærslu, myndar eða myndskeiðs) kleift að ákveða hvort og hvernig aðrir mega nota hugverkið, háð ýmsum takmörkunum og undantekningum (t.d. um „sanngjarna notkun“ og „sanngjarna meðferð“).

neytandi

Einstaklingur sem notar þjónustu Google í persónulegum tilgangi til einkanota utan starfsemi sinnar, fyrirtækis, starfs eða iðnar. (Sjá „viðskiptanotandi“)

skaðabótaábyrgð

Tap vegna hvers konar lagalegrar kröfu, hvort sem krafan er byggð á samningi, skaðabótarétti (þar á meðal vegna vanrækslu) eða einhverri annarri ástæðu, og jafnvel þótt tapið hafi verið fyrirsjáanlegt eða ef gera hefði mátt ráð fyrir því.

stofnun/fyrirtæki

Lögaðili (til dæmis fyrirtæki, stofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni eða skóli) sem ekki er einstaklingur.

viðskiptanotandi

Einstaklingur eða aðili sem er ekki neytandi (sjá „neytandi“).

vörumerki

Tákn, heiti og myndir sem notuð eru í viðskiptum og geta aðgreint vöru eða þjónustu einstaklings eða fyrirtækis frá vörum og þjónustu annarra.

þjónusta

Þær Google þjónustur sem falla undir þessa skilmála eru vörurnar og þjónusturnar sem taldar eru upp á https://policies.google.com/terms/service-specific, þar á meðal:

  • forrit og vefsvæði (til dæmis Leit og Kort)
  • verkvangar (e. platform) (eins og Google Shopping)
  • samþætt þjónusta (svo sem Kort, sem eru felld inn í forrit eða vefsvæði annarra fyrirtækja)
  • tæki og aðrar vörur (eins og Google Nest)

Mikið af þessari þjónustu felur einnig í sér efni sem er gagnvirkt eða hægt er að streyma.

Google forrit
Aðalvalmynd