Reglur um óheimila notkun gervigreindar sem býr til efni

Síðast breytt: 14. mars 2023

Gervigreindarlíkön sem búa til efni geta auðveldað þér að uppgötva ný umfjöllunarefni, læra nýja hluti og geta veitt þér skapandi innblástur. Hins vegar ætlumst við til að þú notir og eigir í samskiptum við þau á skynsamlegan og löglegan hátt. Í þessu skyni er þér ekki leyfilegt að nota Google-þjónustur sem eru háðar þessum reglum til að:

  1. Framkvæma eða stuðla að hættulegu, ólöglegu eða skaðlegu athæfi, þ.m.t.
    1. Stuðla að eða kynna ólöglegt athæfi eða lögbrot, t.d.
      1. Kynna eða búa til efni sem tengist kynferðislegri misnotkun barna eða þrælkun
      2. Kynna eða stuðla að sölu á eða veita leiðbeiningar um hvernig má búa til eða nálgast ólögleg efni, vörur eða þjónustur
      3. Stuðla að eða hvetja notendur til að fremja hvers kyns glæpi
      4. Kynna eða búa til efni sem tengist öfgastefnum eða hryðjuverkum
    2. Misnota, skaða, trufla eða rjúfa þjónustur (eða gera öðrum kleift að gera það), t.d.
      1. Kynna eða stuðla að því að búa til eða dreifa ruslefni
      2. Búa til efni fyrir villandi eða sviksamlegt athæfi, svindl, vefveiðar eða spilliforrit.
    3. Tilraunir til að hnekkja eða sneiða hjá öryggissíum eða breyta virkni líkana vísvitandi þannig að þau brjóti gegn reglum okkar
    4. Búa til eða kynna skaðlegt efni eða efni sem gæti valdið einstaklingum eða hópi skaða, t.d.
      1. Búa til efni sem kynnir eða hvetur til haturs
      2. Stuðla að aðferðum til að áreita eða leggja í einelti til að ógna, misnota eða móðga aðra
      3. Búa til efni sem stuðlar að, kynnir eða hvetur til ofbeldis
      4. Búa til efni sem stuðlar að, kynnir eða hvetur til sjálfsskaða
      5. Búa til persónugreinanlegar upplýsingar til dreifingar eða í öðrum skaðlegum tilgangi
      6. Rekja eða fylgjast með fólki án þeirra samþykkis
      7. Búa til efni sem gæti haft óréttlátar eða skaðlegar afleiðingar fyrir fólk, sér í lagi afleiðingar tengdar viðkvæmum eða vernduðum persónueinkennum
  2. Búa til eða dreifa efni í þeim tilgangi að veita rangar upplýsingar, nota villandi framsetningu eða villa um fyrir fólki, þ.m.t.
    1. Villandi framsetning á uppruna efnis með því að fullyrða að efnið hafi verið búið til af manneskju, eða setja fram efni líkt og það sé frumsamið í þeim tilgangi að blekkja
    2. Búa til efni sem líkir eftir einstaklingi (lifandi eða látnum) án skýrra upplýsinga um það, í þeim tilgangi að blekkja
    3. Villandi fullyrðingar um sérfræðiþekkingu eða hæfni, sér í lagi ef þær tengjast viðkvæmum sviðum (t.d. heilsu, fjármálum, opinberri þjónustu eða lögum)
    4. Sjálfvirkar ákvarðanir á sviðum sem hafa áhrif á réttindi eða vellíðan einstaklinga (t.d. tengt fjármálum, lögum, atvinnu, heilbrigðisþjónustu, húsnæði, tryggingum eða félagslegri þjónustu)
  3. Búa til kynferðislega gróft efni, þ.m.t. efni sem er búið til fyrir klám eða kynferðislega örvun (t.d. kynferðisleg spjallmenni). Athugaðu að þetta felur ekki í sér efni sem er búið til í vísindalegum, fræðandi, heimildalegum eða listrænum tilgangi.
Google forrit
Aðalvalmynd