Gagnsæisskýrsla CCPA-löggjafarinnar

Eins og tilgreint er í persónuverndarstefnu Google og hjálparmiðstöð persónuverndar bjóðum við notendum upp á ýmis verkfæri til að uppfæra, stjórna, opna, flytja út og eyða upplýsingunum sínum og til að stjórna persónuvernd sinni í Google þjónustum. Þessi verkfæri eru helstu leiðirnar fyrir notendur okkar að neyta réttar síns samkvæmt gildandi persónuverndarlögum, þ.m.t. CCPA-löggjöfinni. Árið 2020 notuðu yfir 3 milljónir notenda í Bandaríkjunum Google eiginleikann Sækja gögn og yfir 15 milljónir notenda í Bandaríkjunum eyddu einhverjum hluta gagna sinna með eiginleikanum Mínar aðgerðir á Google. Þessi verkfæri gera notendum kleift að velja tilteknar gerðir gagna í Google þjónustum sem þeir vilja skoða, hlaða niður eða eyða. Yfirleitt eru beiðnir afgreiddar innan nokkurra daga og oft aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þær berast.

Enn fremur geta notendur neytt réttar síns samkvæmt CCPA-löggjöfinni með því að hafa samband við Google. Árið 2020 tók Google við eftirfarandi beiðnum um þessar samskiptaleiðir frá notendum sem sögðust vera íbúar Kaliforníu:

Gerð beiðniFjöldi beiðnaBeiðnir sem voru afgreiddar að öllu eða einhverju leyti*Meðalsvartími
Beiðnir um upplýsingar51651621 dagur
Beiðnir um að eyða27627617 dagar

Google selur ekki persónuupplýsingar notenda sinna, eins og tilgreint er í persónuverndarstefnu Google. Þegar notendur senda beiðnir um að afþakka sölu persónuupplýsinga samkvæmt CCPA-löggjöfinni svörum við slíkum beiðnum með því að útskýra þetta og veita þeim upplýsingar um þær takmörkuðu aðstæður sem geta orðið til þess að persónuupplýsingum verði mögulega deilt utan Google. Einnig veitum við upplýsingar um það hvernig notendur geta haft stjórn á slíkri deilingu.

* Árið 2020 bárust okkur 5 beiðnir um upplýsingar og 3 beiðnir um að eyða sem ekki reyndist hægt að staðfesta.

Google forrit
Aðalvalmynd