Notkun Google á fótsporum

Fótspor er lítill textabútur sem er sendur í vafrann þinn frá vefsvæði sem þú heimsækir. Það gerir vefsvæðinu kleift að varðveita upplýsingar um heimsóknina þína sem getur gert næstu heimsókn auðveldari og gagnlegri.

Við notum til dæmis fótspor til að muna kjörtungumálið þitt, birta þér markvissari auglýsingar, telja heimsóknir á vefsíður okkar, aðstoða þig við að skrá þig í þjónusturnar okkar, vernda gögnin þín og muna auglýsingastillingarnar þínar.

Þessi síða lýsir þeim gerðum fótspora sem Google notar og heitum tiltekinna fótspora. Hún útskýrir einnig fótsporanotkun Google og samstarfsaðila okkar í auglýsingastarfsemi. Skoðaðu persónuverndarstefnuna til að fá upplýsingar um það hvernig við verndum persónuupplýsingar þínar þegar við notum fótspor og aðrar upplýsingar.

Gerðir fótspora sem Google notar

Við notum mismunandi gerðir af fótsporum til að keyra vefsvæði Google og auglýsingatengdar vörur. Sum eða öll fótsporin sem lýst er hér fyrir neðan kunna að vera vistuð á vafranum þínum. Þú getur skoðað og stjórnað fótsporum í vafranum þínum (þótt slíkur sýnileiki sé ef til vill ekki til staðar í vöfrum sumra snjalltækja). Til dæmis geturðu farið á chrome://settings/cookies ef þú notar Google Chrome vafrann.

Kjörstillingar

Þessi fótspor gera vefsvæði kleift að muna upplýsingar sem hafa áhrif á virkni og útlit vefsvæðis.

Vefsvæði sem veit til dæmis á hvaða svæði þú býrð og hvaða tungumál þú talar getur boðið þér upp á veðurspá fyrir nágrennið á þínu tungumáli. Þessi fótspor geta einnig komið að gagni við breytingar á textastærð, leturgerð og öðrum þáttum vefsíðna sem þú sérsníður.

Flestir notendur Google þjónusta eru með stillingafótspor sem kallast „NID“ í vafranum. Þegar þú opnar Google þjónustu sendir vafrinn þetta fótspor ásamt beiðnum um síðu. Fótsporið „NID“ er með einkvæmt auðkenni sem Google notar til að muna kjörstillingar þínar og aðrar upplýsingar, svo sem um val á tungumáli, hversu margar leitarniðurstöður þú vilt að birtist á hverri síðu (t.d. 10 eða 20) og hvort þú vilt hafa kveikt á SafeSearch-síu Google eða ekki.

Öryggi

Þessi fótspor leyfa vefsvæði að auðkenna notendur, koma í veg fyrir sviksamlegar innskráningar og vernda gögn notenda fyrir óviðkomandi aðilum.

Til dæmis innihalda fótspor sem heita „SID“ og „HSID“ stafrænt undirritaðar og dulkóðaðar skrár yfir Google reikningskenni notanda og tímasetningu síðustu innskráningar. Með því að nota þessi tvö fótspor getum við lokað á margar tegundir árása, svo sem tilraunir til að stela upplýsingum af eyðublöðum sem þú fyllir út á vefsíðum.

Ferli

Þessi fótspor hjálpa við að tryggja að vefsvæðið virki á eðlilegan hátt.

Til dæmis auðvelda þessi fótspor notendum að fletta í gegnum vefsíður eða komast inn á örugga hluta vefsvæðis. Við notum til dæmis fótspor sem heitir „lbcs“ og leyfir að mörg skjöl í Google skjölum séu opnuð í einum vafra.

Ef þetta fótspor er útilokað getur það valdið því að Google skjöl og aðrar Google þjónustur virki ekki rétt.

Auglýsingar

Þessi fótspor eru notuð til að birta notendum gagnlegri auglýsingar og til að auka verðmæti auglýsinga fyrir útgefendur og auglýsendur.

Þessi fótspor er til dæmis hægt að nota til að velja auglýsingar sem hafa þýðingu fyrir notandann í því skyni að bæta tölur um áhrif auglýsingaherferða og til að forðast að birta notandanum auglýsingar sem hann hefur séð áður.

Við notum fótspor á borð við „NID“ og „SID“ til að sérsníða auglýsingar í þjónustu Google, t.d. í Google leit. Við notum til dæmis slík fótspor til að muna hverju var síðast leitað að, fyrri viðbrögð við auglýsingum eða leitarniðurstöðum viðkomandi auglýsanda og heimsóknir þínar á vefsvæði auglýsandans. Þetta hjálpar okkur að birta þér sérsniðnar auglýsingar á Google.

Við notum einnig eitt eða fleiri fótspor fyrir auglýsingar sem birtast víða á vefnum. Eitt helsta auglýsingafótsporið á vefsvæðum utan Google heitir „IDE“ og er geymt í vöfrum undir léninu doubleclick.net. Annað er geymt á google.com og kallast „ANID“. Við notumst við önnur fótspor sem bera heiti á borð við „DSID“, „FLC“, „AID“, „TAID“ og „exchange_uid“. Í annarri þjónustu Google, svo sem á YouTube, er ef til vill einnig notast við þessi fótspor til að birta þér markvissari auglýsingar.

Stundum kunna auglýsingafótspor að vera á léni vefsvæðis sem þú heimsækir. Í tilviki auglýsinga sem við birtum víða á vefnum kunna fótspor sem heita „__gads“ eða „__gac“ að vera á léni vefsvæðis sem þú heimsækir. Ólíkt fótsporum sem eru sett á eigin lén Google getur Google ekki lesið þessi fótspor þegar þú ert á öðru vefsvæði en því sem fótsporunum var komið fyrir á. Tilgangur þeirra er til dæmis að mæla viðbrögð við auglýsingunum á léninu og koma í veg fyrir að sömu auglýsingarnar birtist þér of oft.

Google notar einnig fótspor til að mæla árangurshlutfall, t.d. fótspor með heitinu „__gcl“, sem þjóna þeim megintilgangi að hjálpa auglýsendum að komast að því hversu oft fólk sem smellir á auglýsingar þeirra velur að lokum einhverja aðgerð á vefsvæðum þeirra, t.d. að kaupa vörur. Þessi fótspor gera Google og auglýsendum kleift að sjá hvenær þú smellir á auglýsingu og ferð í framhaldinu á vefsvæði auglýsandans. Google notar ekki árangurshlutfallsfótspor til að sérsníða auglýsingar og þau vara aðeins í takmarkaðan tíma. Nokkur önnur fótspor kunna einnig að vera notuð til að mæla árangur. Til dæmis geta fótspor Google Marketing Platform og Google Analytics einnig verið notuð í þessum tilgangi.

Við notum einnig fótspor sem heita „AID“, „DSID“ og „TAID“ og sem eru notuð til að tengja saman virkni þína milli tækja ef þú hefur áður skráð þig inn á Google reikninginn þinn í öðru tæki. Þetta gerum við til að samræma auglýsingarnar sem birtast þér milli tækja og mæla árangur. Þessi fótspor kunna að vera á lénunum google.com/ads, google.com/ads/measurement eða googleadservices.com.

Ef þú vilt ekki að auglýsingarnar sem þú sérð séu samræmdar á milli tækja geturðu afþakkað sérsniðnar auglýsingar í Auglýsingastillingum.

Staða lotu

Þessi fótspor gera vefsvæðum kleift að safna upplýsingum um það hvernig notendur nota vefsvæðin, sem auðveldar þeim að bæta þjónustu sína og upplifun notenda sem skoða þau.

Þessi fótspor er til dæmis hægt að nota til að fylgjast með því hvaða vefsíður notendur skoða oftast og hvort villuskilaboð birtast á tilteknum síðum. Þessi fótspor kunna líka að vera notuð nafnlaust til að mæla virkni „greitt fyrir smell“ og auglýsinga samstarfsaðila. Við notum fótsporið „recently_watched_video_id_list“ til að YouTube geti skráð hvaða vídeó hefur verið horft á nýlega í tilteknum vafra.

Greining

Þessi fótspor auðvelda vefsvæðum að átta sig á hvernig gestir nota vefsvæðin.

Til dæmis er Google Analytics greiningarverkfæri Google sem hjálpar eigendum vefsvæða og forrita að sjá hvað gestir þeirra gera á vefsvæðinu eða í forritinu. Google Analytics getur notað ýmis fótspor til að safna upplýsingum og birta notkunarupplýsingar um vefsvæði, án þess þó að bera kennsl á einstaka notendur Google. Algengasta fótsporið sem Google Analytics notar er fótsporið „__ga“. Google getur einnig notað Analytics fótspor í þessum tilgangi í þjónustu Google.

Umsjón með fótsporum í vafranum

Í flestum vöfrum er hægt að stjórna því hvernig fótspor eru notuð þegar þú notar vafrann.

Sumir vafrar takmarka eða eyða fótsporum sjálfkrafa. Í sumum vöfrum er hægt að velja reglur um hvernig unnið er með fótspor á hverju vefsvæði. Þetta merkir að hægt er að gera fótspor óvirk á öllum vefsvæðum nema þeim sem notandinn treystir.

Í stillingum Google Chrome er valmöguleikinn „hreinsa vefskoðunargögn“. Þennan valkost má nota til að eyða fótsporum og öðrum vefskoðunargögnum. Hér eru leiðbeiningar um umsjón fótspora í Chrome.

Google Chrome styður einnig óskráða vefnotkun með huliðsstillingu. Þú getur notað huliðsstillingu vafrans ef þú vilt ekki að heimsóknir og niðurhal á vefsvæðum sé skráð í vafra- og niðurhalsferla. Þegar þú lokar öllum vafragluggum í huliðsstillingu vistar Chrome ekki vafraferil, fótspor eða önnur gögn.

Ef upplýsingarnar sem eru vistaðar í fótsporum eru ekki til staðar er ekki víst að notkun vefsvæðanna verði jafn auðveld. Það ætti hins vegar ekki að hindra virkni þeirra.

Google forrit
Aðalvalmynd