Notkun Google á fótsporum

Fótspor er lítill textabútur sem er sendur í vafrann þinn frá vefsvæði sem þú heimsækir. Vefsvæðið notar fótspor til að varðveita upplýsingar um heimsóknina þína í því skyni að gera næstu heimsókn á vefsvæðið auðveldari og gagnlegri.

Við notum til dæmis fótspor til að muna kjörtungumálið þitt, birta þér markvissari auglýsingar, telja heimsóknir á vefsíður okkar, aðstoða þig við að skrá þig í þjónusturnar okkar, vernda gögnin þín og muna auglýsingastillingarnar þínar.

Þessi síða lýsir þeim gerðum fótspora sem Google notar. Einnig er útskýrt hvernig Google og samstarfsaðilar þess nota fótspor í auglýsingastarfsemi. Kynntu þér persónuverndarstefnuna til að fá upplýsingar um hvernig við verndum persónuupplýsingar þínar við notkun fótspora og annarra upplýsinga.

Gerðir fótspora sem Google notar

Sum eða öll fótsporin sem lýst er hér fyrir neðan kunna að vera vistuð í vafranum þínum. Hægt er að stjórna og hafna notkun tiltekinna fótspora í sérstillingum Google þegar þú vilt á g.co/privacytools. Þú getur einnig stjórnað fótsporum í vafranum (þótt slíkur sýnileiki sé ef til vill ekki til staðar í vöfrum sumra snjalltækja). Til dæmis geturðu farið á chrome://settings/cookies ef þú notar Google Chrome vafrann.

Virkni

Virknifótspor gera notendum kleift að eiga í samskiptum við þjónustu eða vefsvæði til að fá aðgang að nauðsynlegum eiginleikum viðkomandi þjónustu. Nauðsynlegir eiginleikar eru m.a. kjörstillingar eins og val notanda á tungumáli, fínstillingar vöru í því skyni að halda við og bæta tiltekna þjónustu og halda við upplýsingum sem varða lotu notanda, eins og innihald innkaupakörfu.

Sum fótspor eru notuð til að viðhalda kjörstillingum notanda. Flestir notendur Google þjónustu eru t.d. með fótspor sem heitir „NID“ í vafranum. Fótsporið inniheldur einstakt auðkenni sem er notað til að muna kjörstillingarnar þínar og aðrar upplýsingar, eins og val á tungumáli, hversu margar leitarniðurstöður þú vilt að birtist á hverri síðu (t.d. 10 eða 20) og hvort þú vilt hafa kveikt á SafeSearch síu Google eða ekki. Hvert NID-fótspor rennur út 6 mánuðum eftir síðustu notkun notandans. Fótsporið „VISITOR_INFO1_LIVE“ gegnir svipuðu hlutverki á YouTube og er einnig notað til að greina vandamál og leysa úr vandamálum varðandi þjónustuna.

YouTube notar fótsporið „PREF“ til að geyma upplýsingar eins og valdar síðustillingar notanda og kjörstillingar spilunar eins og sjálfvirka spilun, stokkun efnis og stærð spilara. Á YouTube Music eru þessar kjörstillingar m.a. hljóðstyrkur, endurtekin spilun og sjálfvirk spilun. Þetta fótspor rennur út 8 mánuðum eftir síðustu notkun notandans.

Sum fótspor eru notuð til að halda við og bæta upplifun notanda í tiltekinni vafralotu. YouTube notar t.d. „YSC“ til að muna innslátt notanda og tengja saman aðgerðir notanda. Þetta fótspor er virkt á meðan notandinn hefur vafrann opinn. Fótsporið „pm_sess“ aðstoðar einnig við að halda við vafralotu notanda og varir í 30 mínútur.

Sum fótspor eru notuð til að bæta frammistöðu Google þjónustu. Sem dæmi bætir „CGIC“ birtingu leitarniðurstaðna með því að fylla sjálfvirkt út leitarfyrirspurnir út frá því sem notandinn slær fyrst inn. Þetta fótspor varir í 6 mánuði.

Öryggi

Öryggisfótspor eru notuð til að auðkenna notendur, koma í veg fyrir svik og vernda notendur þegar þeir nota þjónustu.

Sum fótspor eru notuð til að auðkenna notendur og sjá þannig til þess að enginn annar en raunverulegur eigandi reiknings fái aðgang að honum. Til dæmis innihalda fótspor sem heita „SID“ og „HSID“ stafrænt undirritaðar og dulkóðaðar skrár yfir Google reikningskenni notanda og tímasetningu síðustu innskráningar. Með því að nota þessi fótspor getum við lokað á margar tegundir árása, svo sem tilraunir til að stela upplýsingum af eyðublöðum sem eru send í Google þjónustum.

Sum fótspor eru notuð til að koma í veg fyrir rusl, svik og misnotkun. Fótsporin „pm_sess“ og „YSC“ ganga t.d. úr skugga um að beiðnir í vafralotu komi frá notandanum en ekki frá öðrum vefsvæðum. Bæði fótsporin koma í veg fyrir að skaðleg vefsvæði geti framkvæmt aðgerðir í nafni notandans án hans vitneskju.

Greining

Greiningarfótspor eiga þátt í gagnasöfnun í þeim tilgangi að hjálpa þjónustum að fá upplýsingar um hvernig notendur nota tiltekna þjónustu. Þessi innsýn gerir þjónustum kleift að bæta efni og smíða betri eiginleika til að bæta upplifun notandans.

Sum fótspor veita vefsvæðum upplýsingar um hvernig gestir nota eiginleika þeirra. Google Analytics, sem hjálpar eigendum vefsvæða og forrita að sjá hvernig fólk notar þjónusturnar, notar til dæmis ýmis fótspor til að safna upplýsingum og birta notkunarupplýsingar um vefsvæði, án þess þó að Google geti borið kennsl á einstaka notendur. Algengasta fótsporið sem Google Analytics notar er „_ga“. „_ga“ gerir þjónustu kleift að greina notendur í sundur og geymir upplýsingar í 2 ár. Öll vefsvæði sem innleiða Google Analytics nota það, þ. á m. Google þjónustur.

Google þjónustur nota einnig svipuð greiningarfótspor ásamt öðrum á borð við „NID“ í Google leit og „VISITOR_INFO1_LIVE“ á YouTube.

Auglýsingar

Google notar auglýsingafótspor, þar á meðal til að birta, búa til og sérsníða auglýsingar (allt eftir auglýsingastillingunum þínum á g.co/adsettings), takmarka hversu oft auglýsing birtist hverjum notanda, hætta birtingu auglýsinga sem þú vilt ekki sjá og til að mæla árangur auglýsinga.

  • „NID“ er notað í þessum tilgangi til að birta útskráðum notendum auglýsingar frá Google í Google þjónustum
  • „IDE“ og „ANID“ eru notuð í þessum tilgangi til að birta auglýsingar frá Google á vefsvæðum utan Google

Aðrar Google þjónustur á borð við YouTube geta einnig notað þessi fótspor og fleiri fótspor eins og „VISITOR_INFO1_LIVE“ til að birta gagnlegri auglýsingar.

Ef þú kveikir á sérsniðnum auglýsingum er „ANID“ notað til að muna þá stillingu og það geymir upplýsingar í 13 mánuði á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), í Sviss og á Bretlandi en í 24 mánuði annars staðar. Ef þú slekkur á sérsniðnum auglýsingum er „ANID“ notað til að muna þá stillingu til ársins 2030. „NID“ rennur út 6 mánuðum eftir síðustu notkun. „IDE“ geymir upplýsingar í 13 mánuði á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), í Sviss og á Bretlandi en í 24 mánuði annars staðar.

Sum auglýsingafótspor eru ætluð notendum sem skrá sig inn til að nota Google þjónustur. „DSID“ er t.d. notað til að bera kennsl á innskráðan notanda á vefsvæðum utan Google og til að muna hvort notandinn hefur samþykkt sérsniðnar auglýsingar. Það geymir upplýsingar í 2 vikur.

Fyrirtæki geta auglýst í Google þjónustum í gegnum auglýsingavettvang Google en einnig á vefsvæðum utan Google sem eru í samstarfi við Google.

Sum fótspor auðvelda birtingu auglýsinga frá Google á vefsvæðum þriðja aðila og eru stillt á léni vefsvæðisins sem þú heimsækir. „_gads“ gerir vefsvæðum t.d. kleift að birta auglýsingar frá Google, þ. á m. sérsniðnar auglýsingar. Fótspor sem hefjast á „_gac_“ eru frá Google Analytics og auglýsendur nota þau til að mæla notendavirkni og árangur auglýsingaherferða. Fótsporið „_gads“ geymir upplýsingar í 13 mánuði og „_gac_“-fótsporin geyma upplýsingar í 90 daga.

Sum fótspor eru notuð til að mæla árangur auglýsinga og auglýsingaherferða og viðskiptahlutfall auglýsinga frá Google á vefsvæðum sem þú heimsækir. Sem dæmi má nefna fótspor sem hefjast á „_gcl_“ og eru frá Google Analytics. Auglýsendur nota þau til að sjá hversu oft notendur sem smella á auglýsingar frá þeim velja að lokum einhverja aðgerð á vefsvæðum þeirra, t.d. að kaupa vörur. Fótspor sem mæla viðskiptahlutfall eru ekki notuð til að sérsníða auglýsingar. Fótspor sem hefjast á „_gcl_“ geyma upplýsingar í 90 daga.

Sérstillingar

Fótspor sem eru notuð við sérstillingar bæta upplifun notandans með því að birta sérsniðið efni og eiginleika.

Sum fótspor hjálpa þjónustu að birta betri tillögur, allt eftir stillingunum þínum á g.co/privacytools. Fótsporið „VISITOR_INFO1_LIVE“ er t.d. notað til að birta sérsniðnar tillögur á YouTube í samræmi við fyrra áhorf og leit. „NID“ er notað til að bjóða upp á sérsniðna sjálfvirka útfyllingu í Leit þegar notendur slá inn leitarfyrirspurnir. Þessi fótspor renna út 6 mánuðum eftir síðustu notkun.

Umsjón með fótsporum í vafranum

Í flestum vöfrum er hægt að stjórna stillingum og notkun fótspora við notkun vafrans. Einnig er hægt að hreinsa fótspor og vefskoðunargögn. Vafrinn kann einnig að bjóða upp á stillingar til að stjórna fótsporum á hverju vefsvæði fyrir sig. Í stillingum Google Chrome er t.d. hægt að velja að eyða fyrirliggjandi fótsporum, leyfa eða loka á öll fótspor og breyta fótsporastillingum fyrir vefsvæði. Google Chrome býður einnig upp á huliðsstillingu sem vistar hvorki Chrome feril yfir heimsótt vefsvæði né fótspor í tækinu eftir að þú lokar öllum huliðsgluggum.

Google forrit
Aðalvalmynd