Notkun Google á fótsporum

Fótspor er lítill textabútur sem sendur er í vafrann þinn frá vefsvæði sem þú heimsækir. Það gerir vefsvæðinu kleift að varðveita upplýsingar um heimsóknina þína, svo sem á hvaða tungumáli þú vilt skoða vefsvæðið, auk annarra stillinga, svo að næsta heimsókn verði þægilegri og gagnlegri. Fótspor gegna mikilvægu hlutverki. Án þeirra væri öll vefnotkun mun óþægilegri.

Fótspor eru til margra hluta nytsamleg. Við notum þau til dæmis til að muna val þitt um örugga leit, birta þér markvissari auglýsingar, telja heimsóknir á vefsíður okkar, aðstoða þig við að skrá þig inn á þjónustu okkar, vernda gögnin þín eða til að muna auglýsingastillingarnar þínar.

Þú getur séð lista yfir þær gerðir fótspora sem Google notar og einnig komist að því hvernig Google og samstarfsaðilar okkar nota fótspor í auglýsingum. Í persónuverndarstefnu okkar er útskýrt hvernig við verndum öryggi þitt við notkun okkar á fótsporum auk annarra upplýsinga.