Umsjón með fótsporum í vafranum

Sumt fólk kýs að leyfa ekki fótspor og þess vegna gefa flestir vafrar notendum kost á að stjórna því hvernig fótspor eru notuð.

Sumir vafrar takmarka eða eyða fótsporum svo það gæti verið góð hugmynd að fara yfir fótsporastillingarnar og auglýsingastillingarnar. Í sumum vöfrum er hægt að velja reglur um hvernig unnið er með fótspor á hverju vefsvæði, og þannig geta notendur haft góðar gætur á öryggismálum sínum. Þetta merkir að hægt er að gera fótspor óvirk á öllum síðum nema þeim sem notandinn treystir.

Í vafranum Google Chrome er hægt að fara í valmyndina Tools (verkfæri) og velja Clear Browsing Data (hreinsa vefskoðunargögn). Þennan valkost má nota til að eyða fótsporum og öðrum gögnum vefsvæða og viðbóta, þar á meðal gögnum sem vistuð eru á tækinu þínu gegnum Adobe Flash Player (Flash-fótspor). Hér eru leiðbeiningar um umsjón fótspora í Chrome.

Annar eiginleiki í Chrome er huliðsstilling. Þú getur notað huliðsstillingu vafrans ef þú vilt ekki láta skrá heimsóknir og niðurhal á vefsvæðum í vefskoðunarferil og niðurhalsferil. Öllum fótsporum sem til verða í huliðsstillingu er eytt þegar þú lokar viðkomandi vafragluggum.