Hvernig Google Voice virkar

Google Voice geymir, vinnur úr og heldur utan um símtalaferil þinn (þ. á m. símanúmer sem hringt var úr, símanúmer sem hringt var í, tímasetningu og lengd símtals), talhólfskveðju(r), talhólfsskilaboð, SMS-skilaboð, upptökur samtala og önnur gögn sem tengjast reikningnum þínum í þeim tilgangi að veita þér þjónustuna.

Þú getur eytt símtalaferlinum þínum, talhólfskveðju(m), talhólfsskilaboðum (bæði hljóði og/eða textaumritun), SMS-skilaboðum og upptökum samtala í gegnum Google Voice reikninginn þinn, en símtalaferill símtala sem greitt er fyrir gæti verið áfram sýnilegur á reikningnum þínum. Við höldum hugsanlega einhverjum upplýsingum tímabundið eftir vegna greiðslna eða í öðrum viðskiptatilgangi og leifar af afritum gætu verið til staðar í afritunarkerfum okkar. Nafnlaus eintök af upplýsingum um símtalsupptökur, án persónugreinanlegra upplýsinga, verða áfram til staðar í kerfum okkar til að framfylgja kröfum um skýrslur og endurskoðun sem okkur ber að framfylgja.

Google forrit
Aðalvalmynd