Þetta er eldri útgáfa af persónuverndarstefnunni okkar. Skoða núverandi útgáfu eða allar fyrri útgáfur.

Persónuverndarstefna Google

Þegar þú notar þjónustu okkar treystir þú okkur fyrir upplýsingunum þínum. Okkur er ljóst að slíku fylgir mikil ábyrgð og við leggjum mikið á okkur til að vernda upplýsingarnar þínar og setja þig við stjórnvölinn.

Markmið þessarar persónuverndarstefnu er að hjálpa þér að glöggva þig á hvaða upplýsingum við söfnum, af hverju við söfnum þeim og hvernig þú getur uppfært, stjórnað, flutt út og eytt upplýsingunum þínum.

Ef gagnaverndarlög Evrópusambandsins eða Bretlands gilda um úrvinnslu upplýsinganna þinna geturðu farið yfir kaflann um kröfur innan Evrópu hér að neðan til að fræðast meira um réttindi þín og um reglufylgni Google gagnvart þessum lögum.

Yfirferð persónuverndarstillinga

Viltu breyta persónuverndarstillingunum þínum?

Fara í gegnum yfirferð persónuverndarstillinga

Tekur gildi 15. desember 2022 | Eldri útgáfur | Sækja PDF

Við höldum úti þjónustum af ólíkum toga sem hjálpa milljónum manna á hverjum degi að kanna og eiga í samskiptum við umheiminn á nýjan hátt. Þjónustur okkar eru meðal annars:

  • Google forrit, vefsvæði og tæki, eins og Google leit, YouTube og Google Home
  • Verkvangar eins og Chrome vafrinn og Android stýrikerfið
  • Vörur sem eru innbyggðar í forrit og vefsvæði þriðju aðila, eins og auglýsingar, greiningar og innfelld Google kort

Þú getur notað þjónustur okkar á ýmsa vegu til að stjórna persónuvernd þinni. Þú getur t.d. stofnað Google reikning ef þú vilt búa til og stjórna efni eins og tölvupósti og myndum eða til að geta fengið leitarniðurstöður sem eru meira viðeigandi. Þú getur líka notað ýmsar Google þjónustur eftir að þú hefur skráð þig út eða án þess að stofna reikning yfirhöfuð, t.d. leitað á Google eða horft á myndskeið á YouTube. Þú getur einnig kosið að vafra nafnlaust um netið með Chrome í huliðsstillingu. Þú getur líka breytt persónuverndarstillingum þínum í öllum þjónustum okkar ef þú vilt stjórna því hvaða upplýsingum við söfnum og hvernig upplýsingarnar þínar eru notaðar.

Við höfum bætt við dæmum, myndskeiðum og skilgreiningum á lykilhugtökum til að útskýra hlutina eins skýrt og hægt er. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þessa persónuverndarstefnu geturðu haft samband við okkur.

Upplýsingar sem Google safnar

Við viljum að þú vitir um þær gerðir upplýsinga sem við söfnum þegar þú notar þjónustur okkar

Við söfnum upplýsingum til að veita öllum notendum okkar betri þjónustu – allt frá því að finna út grunnatriði eins og hvaða tungumál þú notar til flóknari atriða eins og hvaða auglýsingar gætu gagnast þér, hvaða fólk skiptir þig mestu máli á netinu eða hvaða myndskeið á YouTube gætu fallið þér í geð. Upplýsingarnar sem Google safnar og hvernig þær upplýsingar eru notaðar fer eftir því hvernig þú notar þjónustu okkar og hvernig þú hagar persónuverndarstillingunum þínum.

Þegar þú ert ekki skráð(ur) inn á Google reikning geymum við upplýsingarnar sem við söfnum með einkvæmum auðkennum sem eru tengd vafranum, forritinu eða tækinu sem þú notar. Þetta gerir okkur m.a. kleift að varðveita kjörstillingar þínar á milli vafralota, t.d. kjörtungumál eða hvort við birtum þér meira viðeigandi leitarniðurstöður eða auglýsingar sem byggjast á virkni þinni.

Þegar þú ert skráð(ur) inn söfnum við líka upplýsingum sem við geymum á Google reikningnum þínum og meðhöndlum þær sem persónuupplýsingar.

Hlutir sem þú býrð til eða lætur okkur í té

Þegar þú stofnar Google reikning lætur þú okkur í té persónuupplýsingar þar sem m.a. er að finna nafn þitt og aðgangsorð. Þú getur einnig valið að bæta símanúmeri eða greiðsluupplýsingum við reikninginn þinn. Jafnvel þótt þú sért ekki skráð(ur) inn á Google reikning gætirðu valið að láta okkur í té upplýsingar, t.d. netfang til að eiga samskipti við Google eða til að fá nýjustu upplýsingar um þjónustur okkar.

Við söfnum einnig efni sem þú býrð til, hleður inn eða færð sent frá öðrum þegar þú notar þjónustur okkar. Þetta nær til hluta eins og tölvupósts sem þú skrifar og móttekur, mynda og myndskeiða sem þú vistar, skráa og töflureikna sem þú býrð til og ummæla sem þú skrifar við myndskeið á YouTube.

Upplýsingar sem við söfnum þegar þú notar þjónustur okkar

Forritin, vafrarnir og tækin þín

Við söfnum upplýsingum um forrit, vafra og tæki sem þú notar til að fá aðgang að þjónustum Google, en það hjálpar okkur að bjóða þér upp á eiginleika eins og sjálfvirkar uppfærslur á vörum og minnka birtustig skjásins þegar lítið er eftir af rafhlöðunni.

Upplýsingarnar sem við söfnum eru meðal annars einkvæm auðkenni, gerð og stillingar vafra, gerð og stillingar tækis, stýrikerfi, upplýsingar um farsímakerfi, þ.m.t. heiti farsímafyrirtækisins og símanúmer, og útgáfunúmer forrits. Við söfnum einnig upplýsingum um samskipti forritanna, vafranna og tækjanna þinna við þjónustur okkar, þ.m.t. IP-tölu, hrunskýrslum, kerfisvirkni og dagsetningu, tíma og tilvísunarvefslóð beiðninnar þinnar.

Við söfnum þessum upplýsingum þegar Google þjónusta í tækinu þínu hefur samband við þjóna okkar, t.d. þegar þú setur upp forrit úr Play Store eða þegar þjónusta leitar að sjálfvirkum uppfærslum. Þegar þú notar Android tæki með Google forritum hefur tækið þitt samband við þjóna Google öðru hverju til að veita upplýsingar um tækið þitt og tengingu við þjónustur okkar. Þessar upplýsingar innihalda atriði á borð við gerð tækisins og heiti símafyrirtækisins, hrunskýrslur, hvaða forrit þú hefur sett upp og aðrar upplýsingar um hvernig þú notar Android tækið þitt, allt eftir stillingunum í þínu tæki.

Aðgerðir þínar

Við söfnum upplýsingum um aðgerðir þínar í þjónustum okkar, en við nýtum þær til dæmis til að mæla með myndskeiðum á YouTube sem þér gæti líkað. Á meðal upplýsinga sem við söfnum um aðgerðir geta verið:

Ef þú notar þjónustur til að hringja og móttaka símtöl eða senda og móttaka skilaboð, söfnum við hugsanlega upplýsingum um símtöl og skilaboð, svo sem um símanúmerið þitt, símanúmer þess sem hringdi, símanúmer þess sem hringt var í, númer sem símtal var framsent á, dag- og tímasetningu símtala og skilaboða, lengd símtala, leiðarupplýsingar og gerð og lengd símtala og skilaboða.

Þú getur farið inn á Google reikninginn þinn til að finna og stjórna upplýsingum um aðgerðir þínar sem eru vistaðar á reikningnum.

Fara á Google reikninginn

Upplýsingar um staðsetningu þína

Við söfnum upplýsingum um staðsetningu þína þegar þú notar þjónustur okkar, en það hjálpar okkur að bjóða þér eiginleika eins og akstursleiðarlýsingar, leitarniðurstöður fyrir næsta nágrenni og auglýsingar miðað við almenna staðsetningu þína.

Hægt er að ákvarða staðsetningu þína af mismunandi nákvæmni með eftirfarandi:

Gerðir staðsetningargagna sem við söfnum og hversu lengi við geymum gögnin fer að hluta til eftir tækinu þínu og reikningsstillingum. Þú getur t.d. kveikt eða slökkt á staðsetningu Android tækisins þíns í stillingaforriti tækisins. Þú getur einnig kveikt á staðsetningarferli ef þú vilt búa til lokað kort af ferðum þínum með innskráð tæki. Og ef kveikt er á vef- og forritavirkni eru upplýsingar um leitir þínar og aðra virkni í Google þjónustum, sem kunna að innihalda staðsetningarupplýsingar, vistaðar á Google reikninginn þinn. Nánar um hvernig við notum staðsetningarupplýsingar.


Í sumum tilfellum notar Google einnig opinberar heimildir til að safna upplýsingum um þig. Ef nafnið þitt birtist til dæmis í dagblaði í þinni heimabyggð gæti leitarvél Google vistað greinina í atriðaskrá og birt hana öðru fólki þegar það leitar að nafninu þínu. Við kunnum einnig að safna upplýsingum um þig frá traustum samstarfsaðilum okkar, eins og gagnaþjónustum sem veita okkur fyrirtækjaupplýsingar til birtingar í þjónustum Google, samstarfsaðilum á sviði markaðsmála sem veita okkur upplýsingar um hugsanlega viðskiptavini viðskiptaþjónustu okkar og samstarfsaðila á sviði öryggismála sem veita okkur upplýsingar sem geta veitt vernd gegn misnotkun. Við fáum einnig upplýsingar frá auglýsingasamstarfsaðilum okkar til að veita auglýsinga- og rannsóknarþjónustu fyrir þeirra hönd.

Við notum ólíka tækni við söfnun og geymslu upplýsinga, þ. á m. fótspor, pixlamerki, staðbundna geymslu, eins og vefgeymslu vafra eða skyndiminni forritsgagna, gagnagrunna og netþjónaskrá.

Ástæðan fyrir því að Google safnar gögnum

Við notum gögn til að bæta þjónustu

Við notum upplýsingar sem við söfnum í öllum þjónustum okkar í eftirfarandi tilgangi:

Til að veita þjónustuna

Við notum upplýsingarnar til að veita þjónustuna, til dæmis með því að vinna úr orðum sem þú leitar að til að birta niðurstöður eða hjálpa þér að deila efni með því að stinga upp á viðtakendum á meðal tengiliða þinna.

Til að viðhalda og bæta þjónustu okkar

Við notum einnig upplýsingarnar þínar til að tryggja að þjónustur okkar starfi á tilætlaðan hátt, til dæmis með því að rekja bilanir eða leysa úr vandamálum sem þú tilkynnir um. Við notum einnig upplýsingarnar þínar til að gera úrbætur á þjónustum okkar, til dæmis getum við bætt villuleit í öllum þjónustum okkar ef við áttum okkur á því hvaða leitarorð eru oftast stafsett rangt.

Til að þróa nýjar þjónustur

Við notum upplýsingar sem við söfnum í núverandi þjónustu okkar til að þróa nýjar þjónustur. Upplýsingar um hvernig fólk skipulagði myndirnar sínar í Picasa, fyrsta myndaforritinu frá Google, hjálpuðu okkur til dæmis við að hanna Google myndir.

Til að veita sérsniðna þjónustu, þ.m.t. efni og auglýsingar

Við notum upplýsingar sem við söfnum til að sérsníða þjónustur okkar fyrir þig, til dæmis með því að bjóða þér upp á tillögur, sérsniðið efni og sérsniðnar leitarniðurstöður. Öryggisskoðun veitir til dæmis ráðleggingar um öryggi miðað við hvernig þú notar vörur frá Google. Google Play notar einnig upplýsingar eins og hvaða forrit þú hefur þegar sett upp og myndskeið sem þú hefur skoðað á YouTube til að stinga upp á nýjum forritum sem þér gæti líkað við.

Við kunnum að birta þér sérsniðnar auglýsingar sem miðast við áhugasvið þín, eftir því hvaða stillingar þú velur. Ef þú leitar til dæmis að „fjallahjól“ gætirðu séð auglýsingu fyrir íþróttavörur þegar þú ferð á vefsvæði sem birtir auglýsingar í gegnum Google. Þú getur stjórnað því hvaða upplýsingar við notum til að sýna þér auglýsingar með því að skoða Auglýsingastillingarnar mínar.

  • Við sýnum þér ekki sérsniðnar auglýsingar byggðar á viðkvæmum flokkum á borð við kynþátt, trúarbrögð, kynhneigð eða heilsufar.
  • Við sýnum þér ekki sérsniðnar auglýsingar byggðar á efninu þínu á Drive, Gmail eða Myndum.
  • Við deilum ekki upplýsingum sem auðkenna þig persónulega fyrir auglýsendum, svo sem nafni eða netfangi, nema þú óskir eftir því. Ef þú sérð til dæmis auglýsingu fyrir blómabúð í næsta nágrenni við þig og velur hnappinn „ýttu til að hringja“ komum við símtalinu á og deilum hugsanlega símanúmerinu þínu með blómabúðinni.

Opna „Auglýsingastillingarnar mínar“

Til að mæla árangur

Við notum gögn til greininga og mælinga til að skilja betur hvernig þjónustur okkar eru notaðar. Við greinum t.d. gögn um heimsóknir þínar á vefsvæði okkar til að fínstilla hönnun vara. Við notum einnig gögn um auglýsingar sem þú átt í samskiptum við til að hjálpa auglýsendum að átta sig betur á árangri auglýsingaherferða. Til þess notum við verkfæri af ýmsum toga, þar á meðal Google Analytics. Þegar þú ferð á vefsvæði eða notar forrit sem nota Google Analytics getur viðskiptavinur Google Analytics valið að heimila Google að tengja upplýsingar um aðgerðir þínar á vefsvæðinu eða í forritinu við aðgerðir þínar á öðrum vefsvæðum eða forritum sem nýta sér auglýsingaþjónustu okkar.

Til að eiga í samskiptum við þig

Við notum upplýsingar sem við söfnum, eins og netfangið þitt, til að hafa samband við þig. Til dæmis getum við sent þér tilkynningu ef við verðum vör við grunsamlega virkni, eins og tilraun til innskráningar á Google reikninginn þinn frá óvenjulegum stað. Við látum þig einnig vita um væntanlegar breytingar eða endurbætur á þjónustu okkar. Og ef þú hefur samband við Google höldum við til haga skrá yfir beiðnir þínar til að aðstoða þig við úrlausn hugsanlegra vandamála sem þú glímir við.

Til að vernda Google, notendur okkar og almenning

Við notum upplýsingar til að bæta öryggi og áreiðanleika í þjónustum okkar. Það gerum við m.a. með því að greina, koma í veg fyrir og bregðast við svikum, misnotkun, öryggisáhættum og tæknilegum vandamálum sem gætu skaðað Google, notendur okkar eða almenning.


Við notum mismunandi tækni til að vinna úr upplýsingunum þínum í þessum tilgangi. Við notum sjálfvirk kerfi sem greina efni frá þér til að veita þér sérsniðnar leitarniðurstöður, sérsniðnar auglýsingar og aðra eiginleika sem eru sérsniðnir að notkun þinni á þjónustum okkar. Við greinum einnig efni frá þér til að geta greint misnotkun á borð við ruslpóst, spilliforrit og ólöglegt efni. Við notum einnig reiknirit til að greina mynstur í gögnum. Google Translate hjálpar til dæmis fólki að eiga í samskiptum á mörgum tungumálum með því að greina sameiginleg tungumálamynstur í orðasamböndum sem þú biður um þýðingu á.

Við kunnum að sameina upplýsingar sem við söfnum í öllum þjónustum okkar og tækjunum sem þú notar í ofangreindum tilgangi. Ef þú horfir til dæmis á myndskeið af gítarleikurum á YouTube sérðu hugsanlega auglýsingu fyrir gítarkennslu á vefsvæði sem notar auglýsingavörur okkar. Aðgerðir þínar á öðrum vefsvæðum og forritum kunna að verða tengdar við persónuupplýsingar þínar til að bæta þjónustur Google og auglýsingar sem Google birtir, eftir því hvaða reikningsstillingar þú velur.

Ef aðrir notendur hafa undir höndum netfangið þitt eða aðrar upplýsingar sem auðkenna þig getum við sýnt þeim Google reikningsupplýsingar þínar sem eru sýnilegar opinberlega, eins og nafnið þitt og myndina af þér. Þetta hjálpar fólki til dæmis að sjá að tölvupóstur sem þú sendir sé frá þér.

Við biðjum um samþykki þitt áður en við notum upplýsingar frá þér í tilgangi sem er ekki talinn upp í þessari persónuverndarstefnu.

Persónuverndarstillingar þínar

Þú hefur val um hvaða upplýsingar við söfnum og hvernig þær eru notaðar

Í þessum hluta er farið yfir mikilvægustu stillingarnar til að hafa umsjón með persónuvernd í þjónustum okkar. Þú getur einnig farið í Yfirferð persónuverndarstillinga, þar sem hægt er að fara yfir og breyta mikilvægum persónuverndarstillingum. Auk áðurnefndra verkfæra bjóðum við einnig upp á sérstakar persónuverndarstillingar í vörum okkar – frekari upplýsingar er að finna í persónuverndarhandbók okkar.

Fara í yfirferð persónuverndarstillinga

Stjórnun, skoðun og uppfærsla á upplýsingunum þínum

Þegar þú ert skráð(ur) inn geturðu alltaf skoðað og uppfært upplýsingarnar með því að fara í þjónusturnar sem þú notar. Myndir og Drive eru til dæmis báðar hannaðar til að hjálpa þér að stjórna tiltekinni gerð af efni sem þú hefur vistað hjá Google.

Við höfum einnig búið til stað þar sem þú getur skoðað og stjórnað upplýsingunum sem eru vistaðar á Google reikningnum þínum. Google reikningurinn þinn felur í sér:

Persónuverndarstillingar

Aðgerðastýringar

Veldu hvaða aðgerðir þú vilt vista á reikningnum þínum. Ef þú hefur t.d. kveikt á YouTube ferlinum eru myndskeiðin sem þú horfir á og atriðin sem þú leitar að vistuð á reikningnum þínum. Á þann hátt færðu betri tillögur og getur haldið áfram þar sem frá var horfið. Ef þú kveikir einnig á vef- og forritavirkni eru leitir og virkni úr öðrum Google þjónustum vistaðar á reikningnum þínum í þeim tilgangi að veita þér sérsniða upplifun eins og hraðari leit og gagnlegri tillögur að forritum og efni. Í vef- og forritavirkni eru einnig ýmsar stillingar sem gera þér kleift að stjórna því hvort upplýsingar um virkni þína á öðrum vefsvæðum, forritum og tækjum sem nota Google þjónustur eru vistaðar á Google reikningnum þínum og notaðar til að bæta Google þjónustur, t.d. upplýsingar um forritin sem þú setur upp og notar í Android.

Opna virknistýringar

Auglýsingastillingar

Stjórnaðu auglýsingastillingunum þínum varðandi auglýsingar sem þú sérð á Google og á vefsvæðum og forritum aðila sem birta auglýsingar í gegnum Google. Þú getur breytt áhugamálum þínum, valið hvort persónuupplýsingarnar þínar séu notaðar til að birta auglýsingar sem höfða meira til þín og kveikt eða slökkt á tilteknum auglýsingaþjónustum.

Opna „Auglýsingastillingarnar mínar“

Um þig

Hafðu umsjón með persónuupplýsingum á Google reikningnum þínum og stjórnaðu því hverjir geta séð þær í Google þjónustum.

Fara í „Um þig“

Meðmæli frá tengslanetinu

Veldu hvort að nafnið þitt og myndin af þér birtist við hlið aðgerða þinna, eins og umsögnum og tillögum, sem birtast í auglýsingum.

Fara í „Meðmæli frá tengslanetinu“

Vefsvæði og forrit sem nota Google þjónustur

Hafðu umsjón með upplýsingum sem vefsvæði og forrit sem nota Google þjónustur, s.s. Google Analytics, kunna að deila með Google þegar þú opnar eða notar viðkomandi þjónustur.

Opnaðu „Hvernig Google notar upplýsingar frá vefsvæðum eða forritum sem nota þjónustu okkar“

Aðferðir til að skoða og uppfæra upplýsingarnar þínar

Mínar aðgerðir

„Mínar aðgerðir“ gerir þér kleift að skoða og stjórna gögnum sem eru vistuð á Google reikningnum þínum þegar þú ert innskráð(ur) og notar Google þjónustur, t.d. það sem þú leitar að eða heimsóknir þínar á Google Play. Þú getur leitað eftir dagsetningu og efnisatriði og eytt allri virkni þinni eða hluta hennar.

Fara í „Mínar aðgerðir“

Google stjórnborð

Google stjórnborðið gerir þér kleift að stjórna upplýsingum sem tengjast tilteknum vörum.

Skoða stjórnborðið

Persónuupplýsingar þínar

Stjórnaðu samskiptaupplýsingum þínum, eins og nafninu, netfanginu og símanúmerinu þínu.

Skoða persónuupplýsingar

Þegar þú ert skráð(ur) út geturðu stjórnað upplýsingum sem tengjast vafranum eða tækinu þínu, þ. á m.:

  • Sérsniðin leit eftir útskráningu: Veldu hvort nota skuli leitaraðgerðirnar þínar til að bjóða þér niðurstöður og uppástungur sem eru meira viðeigandi.
  • Stillingar fyrir YouTube: Gerðu hlé á og eyddu leitarferlinum þínum á YouTube og áhorfsferlinum þínum á YouTube.
  • Auglýsingastillingar: Stjórnaðu auglýsingastillingunum þínum varðandi auglýsingar sem þú sérð á Google og á vefsvæðum og forritum aðila sem birta auglýsingar í gegnum Google

Flytja út, fjarlægja og eyða upplýsingunum þínum

Þú getur flutt út afrit af efninu á Google reikningnum þínum ef þú vilt taka öryggisafrit af því eða nota það í þjónustu sem er utan Google.

Flytja út gögnin þín

Þú getur gert eftirfarandi til að eyða upplýsingunum þínum:

Eyða upplýsingunum þínum

Með Stjórnun óvirks reiknings geturðu veitt öðrum einstaklingi aðgang að hluta Google reikningsins ef þú ert ófær um að nota reikninginn þinn af óvæntum ástæðum.

Loks skal tekið fram að samkvæmt gildandi lögum og reglum okkar geturðu einnig sent inn beiðni um að fjarlægja efni úr tilteknum Google þjónustum.


Einnig eru til aðrar leiðir til að stjórna því hvaða upplýsingum Google safnar, hvort sem þú ert skráð(ur) inn á Google reikning eða ekki, þ. á m.:

  • Vafrastillingar: Þú getur til dæmis stillt vafrann þannig að hann láti vita þegar Google kemur fyrir fótspori í vafranum. Þú getur stillt vafrann þannig að hann útiloki öll fótspor frá tilteknu léni eða öllum lénum. Hafðu samt í huga að þjónustur reiða sig á fótspor til að starfa á réttan hátt, til dæmis til að muna tungumálastillingarnar þínar.
  • Tækisbundnar stillingar: Tækið þitt er hugsanlega búið stýringum sem stjórna því hvaða upplýsingum við söfnum. Þú getur til dæmis breytt staðsetningarstillingunum í Android tækinu þínu.

Upplýsingum þínum deilt

Þegar þú deilir upplýsingunum þínum

Margar af þjónustum okkar gera þér kleift að deila upplýsingum með öðru fólki og þú stjórnar því hvernig þú deilir slíkum upplýsingum. Þú getur til dæmis ákveðið að deila myndskeiðum á YouTube opinberlega eða haft myndskeiðin þín lokuð. Hafðu í huga að þegar þú deilir upplýsingum opinberlega kunna þær að verða aðgengilegar í leitarvélum, þar á meðal Google leit.

Þegar þú ert skráð(ur) inn og átt samskipti í gegnum tilteknar þjónustur Google, til dæmis þegar þú skrifar ummæli við myndskeið á YouTube eða gefur forriti umsögn á Play, birtist nafnið þitt og myndin af þér við hliðina á aðgerðinni þinni. Við getum einnig birt slíkar upplýsingar í auglýsingum háð stillingu þinni fyrir meðmæli frá tengslanetinu.

Þegar Google deilir upplýsingunum þínum

Við deilum ekki persónuupplýsingum með fyrirtækjum, stofnunum eða einstaklingum utan Google nema í eftirfarandi tilvikum:

Leyfi frá þér liggi fyrir

Við deilum persónuupplýsingunum þínum út fyrir Google ef þú hefur gefið heimild til þess. Ef þú til dæmis notar Google Home til að panta borð í gegnum bókunarþjónustu fáum við leyfi frá þér áður en við gefum veitingastaðnum upp nafn þitt eða símanúmer. Við látum þér einnig í té verkfæri til að fara yfir og stjórna forritum og vefsvæðum þriðju aðila sem þú hefur veitt aðgang að gögnum á Google reikningnum þínum. Við biðjum þig um afdráttarlaust samþykki áður en við deilum hvers kyns viðkvæmum persónuupplýsingum.

Með lénsstjórum

Ef þú ert námsmaður eða vinnur fyrir fyrirtæki eða stofnun sem notar þjónustu Google hafa lénsstjórinn og endurseljendur sem stjórna reikningnum þínum aðgang að Google reikningnum þínum. Þeir geta hugsanlega gert eftirfarandi:

  • Fengið aðgang að og haldið eftir upplýsingum sem geymdar eru á reikningnum þínum, eins og tölvupósti
  • Skoðað tölfræði varðandi reikninginn þinn, eins og hversu mörg forrit þú setur upp
  • Breytt aðgangsorði reikningsins
  • Lokað fyrir aðgang þinn að reikningnum, tímabundið eða varanlega
  • Sótt reikningsupplýsingar þínar í því skyni að fullnægja viðeigandi lagaskilyrðum, reglugerðum og málsmeðferðum eða til að framfylgja beiðnum yfirvalda.
  • Takmarkað getu þína til að eyða eða breyta upplýsingunum eða persónuverndarstillingum þínum

Til ytri greiningar gagna

Við veitum hlutdeildarfélögum okkar, og öðrum fyrirtækjum og einstaklingum sem við treystum, persónuupplýsingar til úrvinnslu fyrir okkar hönd, á grundvelli leiðbeininga frá okkur og í samræmi við persónuverndarstefnu okkar og aðrar viðeigandi trúnaðar- og öryggisreglur. Við ráðum t.d. þjónustuaðila til að aðstoða við rekstur gagnavera okkar, afhenda vörur og þjónustur okkar, bæta innri viðskiptaferli okkar og bjóða viðskiptavinum og notendum frekari aðstoð. Við notum einnig þjónustuaðila til að fara yfir efni myndskeiða á YouTube til að vernda almannaöryggi og greina og hlusta á sýnishorn af vistuðu efni notenda til að bæta hljóðgreiningartækni Google.

Af lagalegum ástæðum

Við deilum persónuupplýsingum utan Google ef við teljum, í góðri trú, að aðgangur að þeim, notkun á þeim eða birting á þeim teljist nauðsynleg til að:

  • Fylgja öllum viðeigandi lögum, reglugerðum, málsmeðferðum eða framfylgja beiðnum yfirvalda. Við deilum upplýsingum um fjölda og gerðir beiðna sem við fáum frá stjórnvöldum í gagnsæisskýrslunni okkar.
  • Framfylgja viðeigandi þjónustuskilmálum, þar á meðal til að rannsaka hugsanleg tilvik um misnotkun.
  • Greina, koma í veg fyrir eða bregðast á annan hátt við svikum, öryggisbrotum eða tæknivandamálum.
  • Verja réttindi, eignir og öryggi Google, notendur okkar eða almenning fyrir skemmdarverkum, eins og lög mæla fyrir um eða leyfa.

Við munum hugsanlega deila ópersónugreinanlegum upplýsingum opinberlega og með samstarfsaðilum okkar, eins og útgefendum, auglýsendum, þróunaraðilum eða rétthöfum. Við deilum til dæmis upplýsingum opinberlega í því skyni að sýna þróun í almennri notkun á þjónustu okkar. Við leyfum einnig tilteknum samstarfsaðilum okkar að safna upplýsingum úr vafranum þínum eða tækinu þínu í auglýsinga- og mælingarskyni, þar sem þeir nota eigin fótspor eða svipaða tækni.

Ef Google tekur þátt í samruna, yfirtöku eða sölu eigna munum við eftir sem áður tryggja trúnað um allar persónuupplýsingar og senda þeim notendum sem hlut eiga að máli tilkynningu áður en persónuupplýsingar eru fluttar eða þær falla undir nýja persónuverndarstefnu.

Öryggi upplýsinganna þinna

Öryggi er innbyggt í þjónustur okkar til að vernda upplýsingarnar þínar

Allar vörur frá Google eru með innbyggða, öfluga öryggiseiginleika sem vernda stöðugt upplýsingarnar þínar. Við höldum þjónustum okkar stöðugt við til að fá betri innsýn við að greina og loka sjálfkrafa á öryggisógnir áður en þær ná til þín. Við sendum þér tilkynningar ef við greinum hættu sem við teljum að þú ættir að vita um og veitum þér leiðbeiningar um hvernig þú getur aukið öryggi.

Við leggjum okkur fram við að vernda þig og Google fyrir óheimilum aðgangi, breytingum, birtingu eða skemmdarverkum á upplýsingum í okkar vörslu, sem felur í sér eftirfarandi:

  • Við notum dulritun til að tryggja öryggi gagnanna þinna á meðan þau eru flutt
  • Við bjóðum upp á fjölda öryggiseiginleika eins og örugga vefnotkun, öryggisskoðun og tvíþætta staðfestingu í því skyni að vernda reikninginn þinn
  • Við endurskoðum verkferli okkar við söfnun, geymslu og úrvinnslu upplýsinga, þar með taldar tæknilegar öryggisráðstafanir, til að verja okkur fyrir aðgangi að kerfum okkar án heimilda
  • Við takmörkum aðgang að persónuupplýsingum við starfsfólk Google, verktaka og umboðsmenn sem þurfa að fá slíkar upplýsingar til þess að geta unnið úr þeim. Allir sem fá slíkan aðgang lúta ströngum samningsbundnum skilyrðum varðandi trúnað og kunna að sæta refsiaðgerðum eða brottrekstri ef þau skilyrði eru ekki uppfyllt.

Útflutningur og eyðing upplýsinga þinna

Þú getur flutt út afrit af upplýsingunum þínum eða eytt þeim af Google reikningnum þínum hvenær sem er.

Þú getur flutt út afrit af efninu á Google reikningnum þínum ef þú vilt taka öryggisafrit af því eða nota það í þjónustu sem er utan Google.

Flytja út gögnin þín

Þú getur gert eftirfarandi til að eyða upplýsingunum þínum:

Eyða upplýsingunum þínum

Varðveisla upplýsinga þinna

Gögnum sem við söfnum er haldið eftir í mislangan tíma, allt eftir því um hvaða gögn er að ræða, hvernig þau eru notuð og hvaða stillingar þú velur:

  • Sumum gögnum geturðu eytt þegar þú vilt, t.d. persónuupplýsingum eða efni sem þú hefur búið til eða hlaðið upp, myndum og skjölum og öðru slíku. Þú getur einnig eytt upplýsingum um virkni sem eru vistaðar á reikningnum þínum eða valið að þeim verði eytt sjálfkrafa eftir tiltekinn tíma. Við höfum þessi gögn áfram á Google reikningnum þínum þar til þú fjarlægir þau eða velur að láta fjarlægja þau.
  • Öðrum gögnum, svo sem auglýsingagögnum í netþjónaskrám, er eytt eða þau gerð sjálfkrafa nafnlaus eftir tiltekinn tíma.
  • Sumum gögnum, svo sem upplýsingum um hve oft þú notar þjónustur okkar, er haldið eftir þar til þú eyðir Google reikningnum þínum.
  • Og sumum gögnum er haldið eftir lengur þegar slíkt er nauðsynlegt af góðum og gildum lagalegum eða viðskiptalegum ástæðum, svo sem vegna öryggis, til að sporna gegn svikum og misnotkun eða vegna bókhaldsskráningar.

Þegar þú eyðir gögnum fylgjum við verkferli fyrir eyðingu efnis til að tryggja að gögnin þín séu fjarlægð algerlega og örugglega af þjónum okkar eða einungis haldið eftir á nafnlausu formi. Við gerum okkar ítrasta til að koma í veg fyrir að upplýsingum verði eytt fyrir mistök eða af slæmum ásetningi. Þess vegna getur orðið bið á milli þess sem þú eyðir einhverju og þegar afritum er eytt af virkum kerfum og varakerfum okkar.

Þú getur kynnt þér nánar hversu lengi Google heldur eftir gögnum, þ.m.t. hversu langan tíma það tekur okkur að eyða upplýsingunum þínum.

Fylgni við reglur og samvinna við eftirlitsaðila

Við endurskoðum reglulega þessa persónuverndarstefnu og gætum þess að við vinnum úr upplýsingum þínum samkvæmt henni.

Gagnaflutningar

Við höldum úti þjónum víðsvegar um heiminn og úrvinnsla á upplýsingunum þínum getur farið fram á þjónum sem eru staðsettir utan heimalands þíns. Lög um persónuvernd eru mismunandi á milli landa og sum lönd veita meiri vernd en önnur. Óháð því hvar unnið er úr upplýsingunum þínum bjóðum við upp á sömu vernd og lýst er í þessari stefnu. Við vinnum eftir tilteknum lagarömmum varðandi gagnaflutninga.

Þegar okkur berast formlegar, skriflegar kvartanir höfum við samband við aðilann sem lagði kvörtunina fram. Við vinnum með viðeigandi eftirlitsaðilum, meðal annars persónuverndar stofnunum í hverju landi fyrir sig, til að leysa úr umkvörtunum varðandi gagnaflutning sem við getum ekki leyst úr í samvinnu við þig.

Kröfur innan Evrópu

Svona nýturðu þér réttindi þín og hefur samband við Google

Í tilvikum þar sem lög Evrópusambandsins (ESB) eða Bretlands um gagnavernd eiga við um vinnslu á upplýsingunum þínum bjóðum við upp á stýringarnar sem lýst er í þessari stefnu til að þú getir nýtt þér rétt þinn á að krefjast aðgangs að, uppfæra, fjarlægja og takmarka vinnslu á upplýsingunum þínum. Þú hefur einnig rétt á að hafna vinnslu á upplýsingunum þínum eða flytja upplýsingarnar þínar út í aðra þjónustu.

Ef þú ert með spurningar eða beiðnir sem tengjast réttindum þínum geturðu haft samband við Google og gagnaverndarskrifstofuna okkar. Þú getur einnig haft samband við gagnaverndaryfirvald í þínu landi ef þú hefur spurningar varðandi rétt þinn samkvæmt landslögum.

Ábyrgðaraðili gagna

Nema annað sé tekið fram í upplýsingum um persónuvernd tiltekinnar þjónustu er ábyrgðaraðili gagna sem vinnur úr gögnunum þínum mismunandi eftir því hvar þú ert:

  • Google Ireland Limited fyrir notendur Google þjónusta innan Evrópska efnahagssvæðisins eða í Sviss, með aðsetur að Gordon House, Barrow Street, Dublin 4, Írlandi.
  • Google LLC fyrir notendur Google þjónusta í Bretlandi, með aðsetur að 1600 Amphitheatre Parkway, Mountain View, California 94043, Bandaríkjunum.

Google LLC er ábyrgðaraðili gagna sem vinnur úr upplýsingum sem eru vistaðar og birtar í þjónustum á borð við Google leit og Google kort, óháð því hvar þú ert.

Lagalegur grundvöllur úrvinnslu

Við vinnum úr upplýsingunum þínum í þeim tilgangi sem lýst er í þessari stefnu í samræmi við eftirfarandi lagaheimildir:

Leyfi frá þér liggi fyrir

Við leitum samþykkis frá þér til að vinna úr upplýsingunum þínum í sérstökum tilgangi og þú hefur rétt á að draga samþykki þitt til baka hvenær sem er. Til dæmis biðjum við þig um samþykki fyrir sérsniðinni þjónustu á borð við birtingu auglýsinga í samræmi við áhugasvið þín. Við leitum einnig samþykkis frá þér til að safna radd- og hljóðvirkni þinni fyrir raddgreiningu. Þú getur stjórnað þessum stillingum á Google reikningnum. Eins og fram kemur í kaflanum Upplýsingum þínum deilt munum við deila persónuupplýsingum út fyrir Google að gefnu þínu samþykki og láta þér í té stýringar til að fara yfir og stjórna forritum og vefsvæðum þriðju aðila sem þú hefur veitt aðgang að gögnum á Google reikningnum þínum.

Þegar við höfum lögmætra hagsmuna að gæta

Við vinnum úr upplýsingunum þínum vegna lögmætra hagsmuna okkar og þriðju aðila um leið og við viðhöfum viðeigandi ráðstafanir sem standa vörð um persónuvernd þína. Þetta þýðir að við vinnum úr upplýsingum frá þér í eftirfarandi tilgangi:

  • Til að veita, viðhalda og bæta þjónustur okkar og uppfylla kröfur notenda okkar
  • Til að þróa nýjar vörur og eiginleika sem nýtast notendum okkar
  • Til að öðlast betri skilning á því hvernig fólk notar sér þjónustur okkar til að tryggja og bæta frammistöðu þjónusta okkar
  • Til að sérsníða þjónustur okkar til að bæta upplifun notenda (og aðlaga upplifunina eftir aldri, þegar slíkt á við)
  • Fyrir markaðsetningu til að kynna notendur okkar fyrir þjónustum okkar
  • Til að bjóða upp á auglýsingar, sem gera okkur kleift að bjóða upp á margar af vörum okkar án greiðslu (og þegar auglýsingar eru sérsniðnar biðjum við þig um leyfi)
  • Til að greina, koma í veg fyrir eða bregðast á annan hátt við svikum, misnotkun, öryggisbrotum eða tæknivandamálum í þjónustum okkar
  • Til að verja réttindi, eignir og öryggi Google, notenda okkar eða almennings fyrir tjóni, eins og lög mæla fyrir um og leyfa, þar á meðal með því að láta yfirvöldum í té upplýsingar.
  • Rannsóknarstarf sem gerir þjónustur okkar betri fyrir notendur okkar og kemur almenningi til góða
  • Til að uppfylla skyldur okkar gagnvart samstarfsaðilum okkar, til dæmis þróunaraðilum og rétthöfum
  • Til að fylgja eftir réttarkröfum, til dæmis með því að rannsaka hugsanleg brot á gildandi þjónustuskilmálum

Þegar við veitum þjónustu

Við vinnum úr vissum gögnum til að veita samningsbundna þjónustu sem þú hefur beðið um. Við þurfum til dæmis að vinna úr greiðsluupplýsingunum þínum þegar þú kaupir aukið geymslurými á Google Drive.

Þegar við uppfyllum lagalegar skyldur okkar

Við munum vinna úr gögnunum þínum þegar okkur ber lagaleg skylda til að gera slíkt, til dæmis til að bregðast við málarekstri eða framfylgja beiðni frá yfirvöldum. Svo annað dæmi sé tekið krefjast lagalegar skyldur þess stundum, t.d. vegna fjárhagsbókhalds, að við höldum eftir vissum upplýsingum, s.s. upplýsingum um greiðslur þínar til Google í tengslum við úrvinnslu skatta og bókhalds.

Nánar um þessa stefnu

Þegar þessi stefna á við

Þessi persónuverndarstefna gildir um alla þjónustu veitta af Google LLC og hlutdeildarfélögum þess, þar með talið YouTube, Android og þjónustu sem er í boði á vefsvæðum þriðju aðila, svo sem auglýsingaþjónustu. Þessi persónuverndarstefna gildir ekki um þjónustu með eigin persónuverndarstefnu sem felur ekki í sér þessa persónuverndarstefnu.

Þessi persónuverndarstefna gildir ekki um eftirfarandi:

  • Upplýsingaaðferðir annarra fyrirtækja og stofnana sem auglýsa þjónustur okkar
  • Þjónustur sem veittar eru af öðrum fyrirtækjum eða einstaklingum, þar með taldar vörur eða vefsvæði í boði slíkra aðila sem kunna að innihalda Google þjónustur sem stefnan gildir um, eða vörur eða vefsvæði sem birtast þér í leitarniðurstöðum eða eru tengdar við þjónustur okkar.

Breytingar á þessari stefnu

Þessi persónuverndarstefna kann að taka breytingum af og til. Við munum ekki takmarka réttindi þín samkvæmt þessari persónuverndarstefnu án yfirlýsts samþykkis frá þér. Við tilgreinum ávallt dagsetninguna þegar breytingar voru síðast birtar og við veitum aðgang að eldri útgáfum sem þú getur skoðað. Þegar verulegar breytingar eru gerðar munu við kynna slíkt á ítarlegan hátt (þ.m.t. tilkynningu í tölvupósti um veigamiklar breytingar á persónuverndarstefnu tiltekinna þjónusta).

Tengdar vinnureglur um persónuvernd

Tilteknar þjónustur Google

Eftirfarandi tilkynningar um persónuvernd veita ítarlegri upplýsingar um tilteknar þjónustur Google:

Ef þú tilheyrir fyrirtæki/stofnun sem notar Google Workspace eða Google Cloud Platform geturðu kynnt þér hvernig þessar þjónustur safna og nota persónuupplýsingar þínar í upplýsingum um persónuvernd Google Cloud.

Aðrir gagnlegir tenglar

Eftirfarandi tenglar vísa á aðra staði þar sem finna má nánari upplýsingar um vinnureglur okkar og persónuverndarstillingar.

Lykilhugtök

Einkvæm auðkenni

Einkvæmt auðkenni er stafastrengur sem má nota til að auðkenna vafra, forrit eða tæki á einkvæman hátt. Auðkenni eru mismunandi eftir því hversu varanleg þau eru, hvort notendur geta endurstillt þau og hvernig fá má aðgang að þeim.

Einkvæm auðkenni eru notuð í ýmsum tilgangi, þ. á m. til öryggisgreiningar og til að koma upp um svindl, fyrir samstillingarþjónustu á borð við tölvupósthólfið þitt, til að muna kjörstillingarnar þínar og til að bjóða upp á sérsniðnar auglýsingar. Einkvæm auðkenni sem eru geymd í fótsporum hjálpa til dæmis vefsvæðum að birta efni í vafranum þínum á völdu tungumáli. Þú getur stillt vafrann þannig að hann útiloki öll fótspor eða hann láti vita þegar fótspor er sent. Kynntu þér nánari upplýsingar um hvernig Google notar fótspor.

Fyrir aðra vettvanga en vafra eru einkvæm auðkenni notuð til að bera kennsl á tiltekið tæki, eða forrit í tækinu sem um ræðir. Einkvæmt auðkenni eins og til dæmi auglýsingakennið er notað til að veita viðeigandi auglýsingar á Android tækjum og því má stjórna í stillingum tækisins. Framleiðandi tækisins getur einnig komið fyrir einkvæmu auðkenni (stundum kallað universally unique ID eða UUID), eins og til dæmis IMEI-númeri fyrir farsíma. Einkvæmt auðkenni tækis má til dæmis nota til að sérsníða þjónustu okkar að tækinu þínu, eða greina vandamál sem koma upp í tækinu varðandi þjónustu okkar.

Fótspor

Fótspor er lítil skrá sem inniheldur stafarunu og er send í tölvuna þína þegar þú opnar vefsvæði. Fótsporið leyfir viðkomandi vefsvæði að þekkja vafrann á ný þegar þú heimsækir vefsvæðið aftur. Fótspor geta geymt upplýsingar um kjörstillingar notandans og aðrar upplýsingar. Þú getur stillt vafrann þannig að hann útiloki öll fótspor eða hann láti vita þegar fótspor er sent. Hins vegar er möguleiki á að einhverjir eiginleikar eða þjónusta vefsvæða virki ekki eðlilega nema fótspor séu notuð. Kynntu þér nánari upplýsingar um hvernig Google notar fótspor og hvernig Google notar gögn, þar á meðal fótspor, þegar þú notar vefsvæði eða forrit frá samstarfsaðilum okkar.

Google reikningur

Þú getur fengið aðgang að tiltekinni þjónustu okkar með því að stofna Google reikning og veita okkur tilteknar persónuupplýsingar (yfirleitt nafn, netfang og aðgangsorð). Þessar reikningsupplýsingar eru notaðar til að sannvotta þig þegar þú opnar Google þjónustu og til að verja reikninginn þinn gegn óviðeigandi aðgangi annarra. Þú getur breytt eða eytt reikningnum þínum hvenær sem er í stillingum Google reikningsins.

Hlutdeildarfélög

Hlutdeildarfélag er eining sem tilheyrir fyrirtækjahópi Google, þar á meðal eftirfarandi fyrirtæki sem veita neytendaþjónustu innan ESB: Google Ireland Limited, Google Commerce Ltd, Google Payment Corp og Google Dialer Inc. Kynntu þér nánari upplýsingar um fyrirtæki sem veita viðskiptaþjónustu innan ESB.

IP-tala

Öll tæki sem tengjast internetinu fá úthlutað tölu sem kölluð er IP-tala. Þessum tölum er yfirleitt úthlutað í klösum á tiltekin landfræðileg svæði. Oft er hægt að nota IP-tölu til að greina staðsetningu tækis sem tengist internetinu.

Notkunarskrár netþjóna

Netþjónar okkar skrá sjálfkrafa beiðnir um síður þegar notendur kíkja á vefsvæðin okkar, eins og gert er á flestum vefsvæðum. Þessar „notkunarskrár netþjóna“ innihalda yfirleitt upplýsingar um vefbeiðni þína, IP-tölu, gerð vafra, tungumál vafra, dagsetningu og tíma beiðninnar og eitt eða fleiri fótspor sem kunna að auðkenna vafrann þinn.

Hefðbundin skráning í annál fyrir leit að „bílum“ lítur svona út:

123.45.67.89 - 25/Mar/2003 10:15:32 -
http://www.google.com/search?q=cars -
Firefox 1.0.7; Windows NT 5.1 -
740674ce2123e969
  • 123.45.67.89 er IP-talan sem netþjónusta notandans hefur úthlutað honum. Hugsanlega úthlutar netþjónustan ólíkri tölu í hvert skipti sem notandinn tengist internetinu, en slíkt fer eftir þjónustu notandans.
  • 25/Mar/2003 10:15:32 er dagsetning og tími beiðninnar.
  • http://www.google.com/search?q=cars er umbeðna vefslóðin ásamt leitarfyrirspurninni.
  • Firefox 1.0.7; Windows NT 5.1 er vafrinn og stýrikerfið sem er notað.
  • 740674ce2123a969 er einkvæma auðkenni fótsporsins sem var úthlutað þessari tölvu í fyrsta sinn sem hún heimsótti Google. (Notendur geta eytt fótsporum. Ef notandi hefur eytt fótspori úr tölvunni eftir síðustu heimsókn á Google, verður nýtt einkvæmt auðkenni notað fyrir næstu heimsókn notandans á Google úr þessu tiltekna tæki).

Ópersónugreinanlegar upplýsingar

Þetta eru upplýsingar um notendur sem eru skráðar á þann hátt, að þær tengjast ekki lengur né vísa í auðkennanlegan notanda.

Persónuupplýsingar

Þetta eru upplýsingar sem þú veitir okkur og auðkenna þig persónulega, til dæmis nafn, netfang, greiðsluupplýsingar eða önnur gögn sem Google getur með góðu móti tengt við slíkar upplýsingar, til að mynda þær upplýsingar sem við tengjum við Google reikninginn þinn.

Pixlamerki

Pixlamerki er tiltekin gerð af tækni sem komið er fyrir á vefsvæðum eða í tölvupósti til að rekja tilteknar aðgerðir, eins og skoðanir á vefsvæðum eða opnun á tölvupósti. Pixlamerki eru oft notuð ásamt fótsporum.

Reiknirit

Ferli eða reglur sem tölva fylgir við aðgerðir til að leysa vandamál.

Skyndiminni forritsgagna

Skyndiminni forritsgagna er gagnageymsla í tæki. Það getur til að mynda gert vefforriti kleift að vinna án nettengingar og bætt afköst forrits með því að gera hleðslu efnis hraðari.

Tilvísunarvefslóð

Tilvísunarvefslóð (vefslóð) eru upplýsingar sem vafri sendir til áfangasíðu, venjulega þegar þú smellir á tengil á þá síðu. Tilvísunarvefslóðin inniheldur vefslóð fyrir vefsíðuna sem vafrinn heimsótti síðast.

Tæki

Tæki er tölva sem nota má til að fá aðgang að þjónustu Google. Til dæmis teljast borðtölvur, spjaldtölvur, snjallhátalarar og snjallsímar öll vera tæki.

Vefgeymsla vafra

Vefgeymsla vafra gerir vefsvæðum kleift að geyma gögn í vafra á tæki. Þegar hún er notuð sem „staðbundin geymsla“ er hægt að vista gögn milli lota. Þannig er hægt að sækja gögnin jafnvel þótt vafranum hafi verið lokað og hann hafi verið opnaður aftur. Eitt dæmi um tækni sem býður upp á vefgeymslu er HTML5.

Viðkvæmar persónuupplýsingar

Hér er um að ræða tiltekinn flokk persónuupplýsinga sem tengjast atriðum á borð við trúnaðarupplýsingar um heilsufar, kynþátt eða þjóðerni, pólitískar skoðanir, trúarskoðanir eða kynhneigð.

Viðbótarsamhengi

aðgerðir þínar á öðrum vefsvæðum og forritum

Þessar aðgerðir geta verið notkun þín á Google þjónustu, eins og að samstilla reikninginn þinn við Chrome, eða heimsóknir þínar á vefsvæði og forrit samstarfsaðila Google. Mörg vefsvæði og forrit eru í samstarfi við Google til að bæta efni sitt og þjónustu. Til dæmis kann vefsvæði að nota auglýsingaþjónustu okkar (eins og AdSense) eða greiningartól (eins og Google Analytics) eða fela í sér annað efni (s.s. myndskeið frá YouTube). Þessar þjónustur gætu deilt upplýsingum um aðgerðir þínar á Google og, allt eftir reikningsstillingunum þínum og vörunum sem verið er að nota (til dæmis þegar samstarfsaðili notar Google Analytics með auglýsingaþjónustu okkar), gætu þessi gögn verið tengd persónuupplýsingunum þínum.

Frekari upplýsingar um hvernig Google notar upplýsingar þegar þú notar vefsvæði eða forrit samstarfsaðila okkar.

almenning

Til dæmis vinnum við úr upplýsingum um beiðnir um að fjarlægja efni úr þjónustum okkar í samræmi við reglur Google um fjarlægingu efnis eða gildandi lög þegar mat er lagt á slíkar beiðnir, en þetta er einnig gert til að tryggja gagnsæi, auka ábyrgðarskyldu og koma í veg fyrir misnotkun og svik í umræddum ferlum.

Android tæki með Google forritum

Android tæki með Google forritum eru meðal annars tæki sem Google eða einn af samstarfsaðilum þess selur, til dæmis símar, myndavélar, farartæki, tæki til að bera á sér og sjónvörp. Slík tæki nota þjónustu Google Play og önnur forrit sem sett eru upp fyrir fram, meðal annars Gmail, Kort, myndavélina og hringiforritið í símanum, talgervil, lyklaborðsinnslátt og öryggiseiginleika. Nánar um þjónustu Google Play.

auglýsingar og rannsóknarþjónustur á þeirra vegum

Auglýsendur geta til dæmis hlaðið upp gögnum frá vildarkortsáætlunum sínum til að komast að því hvaða árangri auglýsingaherferðir þeirra skila. Við útvegum auglýsendum einungis uppsafnaðar skýrslur sem innihalda engar upplýsingar um einstaklinga.

auglýsingar sem gagnast þér

Til dæmis gætirðu séð fleiri auglýsingar um bakstur þegar þú vafrar um vefinn eftir að hafa horft á myndskeið um bakstur á YouTube. Við getum einnig notað IP-töluna þína til að áætla staðsetningu þína gróflega til að geta sýnt þér auglýsingar fyrir nálægan pítsustað þegar þú leitar að „pítsa“. Kynntu þér Google auglýsingar betur og hvers vegna þú getur séð tilteknar auglýsingar.

ábyrgðaraðili gagna sem vinnur úr upplýsingunum þínum

Þetta vísar til þess hlutdeildarfélags Google sem ber ábyrgð á úrvinnslu gagnanna þinna og að fylgja gildandi persónuverndarlögum.

fjarlægja

Samkvæmt gildandi lögum (þ.m.t. gagnaverndarlögum) og reglum okkar eins og lýst er hér að ofan geturðu t.d. lagt fram beiðni um að fjarlægja efni, þ.m.t. efni sem gæti innihaldið upplýsingar um þig úr tilteknum Google þjónustum.

fólk sem skiptir þig mestu máli á netinu

Þegar þú slærð til dæmis netfang inn í reitinn fyrir viðtakanda, afrit eða falið afrit í skeyti sem þú ert að skrifa mun Gmail stinga upp á netföngum þeirra sem þú hefur oftast samband við.

gera úrbætur

Við notum til dæmis fótspor til að greina hvernig fólk hefur samskipti við þjónustu okkar. Slík greining getur hjálpað okkur að búa til betri vörur. Hún getur til dæmis sýnt okkur að fólk er of lengi að ljúka tilteknum verkum eða að það geti yfirhöfuð ekki lokið tilteknum ferlum. Þá getum við hannað slíka eiginleika upp á nýtt og bætt vöruna fyrir alla.

greiðsluupplýsingar

Ef þú skráir til dæmis kreditkort eða annan greiðslumáta á Google reikningnum þínum geturðu notað kortið til að kaupa hluti í öllum þjónustum okkar, til dæmis forrit í Play Store. Við getum einnig beðið um aðrar upplýsingar eins og skattnúmer til að auðvelda að geta unnið betur úr greiðslunni frá þér. Í sérstökum tilvikum þurfum við að staðfesta auðkenni þitt og þá getum við beðið þig um upplýsingar í þeim tilgangi.

Við getum einnig notað greiðsluupplýsingarnar til að staðfesta að þú hafir náð tilskildum aldri, til dæmis ef þú færir inn fæðingardag sem gefur til kynna að þú hafir ekki náð tilskildum aldri til að vera með Google reikning. Nánar

greining á misnotkun

Þegar við finnum ruslpóst, spilliforrit, ólöglegt efni og aðrar gerðir misnotkunar á kerfum okkar sem brjóta í bága við reglur okkar lokum við hugsanlega reikningnum þínum eða grípum til viðeigandi ráðstafana. Við tilteknar aðstæður tilkynnum við viðeigandi yfirvöldum um slík brot.

Gögnum frá skynjara í tækinu þínu

Tækið þitt er hugsanlega búið skynjurum sem nota má til að átta sig betur á staðsetningu þinni og hreyfingum. Til dæmis er hægt að nota hraðamæli til að ákvarða hraðann sem þú ferðast á eða snúðvísi til að greina í hvaða átt þú ferðast.

kemur almenningi til góða

Til dæmis vinnum við úr upplýsingum um beiðnir um að fjarlægja efni úr þjónustum okkar í því skyni að upplýsa almenning, ýta undir rannsóknir og tryggja gagnsæi í tengslum við slíkar beiðnir.

Eins og gildir um önnur tækni- og fjarskiptafyrirtæki fær Google oft og tíðum beiðnir frá yfirvöldum og dómstólum víða um heim um að upplýsa um gögn notenda. Virðing fyrir friðhelgi og öryggi gagnanna sem þú geymir hjá Google er það sem við höfum að leiðarljósi þegar við bregðumst við þessum lagalegu beiðnum. Lögfræðingar okkar fara yfir hverja einustu beiðni, burtséð frá eðli hennar, og við streitumst iðulega á móti þegar beiðnirnar virðast óeðlilega víðtækar eða samræmast ekki viðurkenndum ferlum. Gagnsæisskýrslan okkar veitir þér frekari upplýsingar.

notendur okkar

Til að koma í veg fyrir misnotkun og auka gagnsæi og ábyrgðarskyldu í verkferlum þegar breytingar eru gerðar á efni á netinu deilir Google t.d. gögnum um beiðnir um að fjarlægja efni úr þjónustum okkar með Lumen, sem safnar saman og greinir slíkar beiðnir í rannsóknarskyni til að netnotendur öðlist betri skilning á eigin réttindum. Frekari upplýsingar.

opinberlega aðgengilegar heimildir

Við getum til dæmis safnað saman upplýsingum sem eru aðgengilegar öllum á netinu eða á öðrum opinberum stöðum til að þjálfa tungumálalíkön Google og byggja upp eiginleika eins og Google Translate. Einnig getum við vistað og birt upplýsingar um fyrirtækið þitt í Google þjónustum ef upplýsingar um fyrirtækið birtast á vefsvæði.

Radd- og hljóðupplýsingar

Þú getur t.d. valið hvort Google eigi að vista hljóðupptöku á Google reikningnum þínum þegar þú átt í samskiptum við Google leit, Hjálparann og Kort. Um leið og tækið greinir skipun um hljóðvirkjun eins og „Ok Google“, tekur Google upp röddina þína og hljóðið og nokkrar sekúndur fyrir virkjun. Nánar

reiða sig á fótspor til að starfa á réttan hátt

Við notum til dæmis fótspor sem kallast „lbcs“ til að gera þér kleift að opna mörg Google skjöl í einum og sama vafranum. Útilokun á áðurnefndu fótspori getur valdið því að Google skjöl starfi ekki rétt. Nánar

sameining upplýsinga sem við söfnum

Nokkur dæmi um hvernig við sameinum upplýsingarnar sem við söfnum eru m.a.:

  • Þegar þú ert skráð(ur) inn á Google reikninginn þinn og leitar á Google sérðu leitarniðurstöður af opna vefnum auk viðeigandi upplýsinga úr efninu sem þú geymir í öðrum vörum frá Google, eins og Gmail eða Google dagatalinu. Þetta geta verið hlutir eins og staða á væntalegum flugferðum, bókanir á veitingarstöðum og hótelum, eða myndirnar þínar. Nánar
  • Ef þú hefur átt í samskiptum við einhvern í Gmail og vilt bæta viðkomandi við sem þátttakanda í Google skjali eða viðburði í Google dagatali auðveldar Google þér slíkt með því að fylla netfangið út sjálfkrafa þegar þú byrjar að skrifa nafn viðkomandi. Þessi eiginleiki auðveldar þér að deila hlutum með fólkinu sem þú þekkir. Nánar
  • Google app getur notað gögn sem þú hefur geymt í öðrum vörum frá Google til að sýna þér sérsniðnar auglýsingar, háð stillingunum þínum. Ef þú hefur til dæmis vistað leit í vef- og forritavirkninni getur Google app sýnt þér fréttagreinar og aðrar upplýsingar af áhugasviðum þínum, til dæmis íþróttaúrslit, miðað við aðgerðir þínar. Nánar
  • Ef þú tengir Google reikninginn þinn við Google Home geturðu stjórnað upplýsingunum þínum og komið hlutum í verk með Google hjálparanum. Þú getur til dæmis bætt viðburðum við Google dagatalið þitt eða fengið dagskrána þína fyrir daginn, beðið um uppfærslur um væntanlega flugferð eða sent upplýsingar eins og akstursleiðsögn í símann þinn. Nánar

samstarf við Google

Í dag eru yfir tvær milljónir vefsvæða og forrita utan Google sem eru í samstarfi við Google um að birta auglýsingar. Nánar

samstilling við Google reikninginn þinn

Vafraferillinn þinn í Chrome er einungis vistaður á reikningnum þínum ef þú hefur virkjað Chrome samstillingu við Google reikninginn þinn. Nánar

Sérsniðin þjónusta

Við gætum til dæmis birt Google dúllu á upphafssíðu Google til að halda upp á viðburð sem á eingöngu við um þitt heimaland.

sérsniðnar auglýsingar

Þú gætir einnig séð sérsniðnar auglýsingar byggðar á upplýsingum frá auglýsandanum. Ef þú verslaðir til dæmis á vefsvæði auglýsanda getur hann notað upplýsingar um heimsókn þína til að sýna þér auglýsingar. Nánar

Þegar þú ert til dæmis skráð(ur) inn á Google reikninginn þinn og hefur gert stýringu á vef- og forritavirkni virka geturðu fengið gagnlegri leitarniðurstöður sem byggja á fyrri leit og aðgerðum þínum í öðrum þjónustum Google. Hér má nálgast frekari upplýsingar. Þú getur einnig fengið sérsniðnar leitarniðurstöður þegar þú ert skráð(ur) út. Ef þú vilt ekki fá sérsniðna leit geturðu leitað og vafrað á lokaðan hátt eða slökkt á sérsniðinni leit þegar þú ert skráð(ur) út.

sérstakir samstarfsaðilar

Við leyfum til dæmis höfundum efnis og auglýsendum á YouTube að vinna með matsfyrirtækjum til að fá frekari upplýsingar um áhorfendur myndskeiða eða auglýsinga þeirra á YouTube, með því að nota fótspor eða svipaða tækni. Söluaðilar á verslunarsíðum okkar eru annað dæmi, en þeir nota fótspor til að komast að því hversu margir notendur sjá vöruauglýsingar þeirra. Frekari upplýsingar um þessa samstarfsaðila og hvernig þeir nota upplýsingar frá þér.

símanúmer

Ef þú skráir símanúmerið þitt á reikningnum þínum er hægt að nota það í mismunandi tilgangi í öllum þjónustum Google, allt eftir stillingunum þínum. Til dæmis er hægt að nota símanúmerið þitt til að hjálpa þér að komast inn á reikninginn þinn ef þú gleymir aðgangsorðinu, hjálpa fólki við að finna þig og hafa samband við þig og til að gera auglýsingarnar sem þú sérð meira viðeigandi. Nánar

Skoðun og notkun efnis og auglýsinga

Við söfnum til dæmis saman upplýsingum um skoðun og notkun auglýsinga til að við getum útvegað auglýsendum uppsafnaðar skýrslur, til dæmis um hvort við höfum birt auglýsingu á síðu og hvort líklegt sé að notandi hafi séð auglýsinguna. Við kunnum einnig að mæla önnur samskipti, eins og hvernig þú hreyfir músina yfir auglýsingu eða hvort þú hafðir samskipti við síðuna þar sem auglýsingin birtist.

Þegar aragrúi fólks byrjar að leita að einhverju tilteknu getur það veitt mjög gagnlegar upplýsingar um hvað er efst á baugi hverju sinni. Google Trends tekur úrtök úr leit á Google til að meta vinsældir leitarfyrirspurna á tilteknu tímabili og deilir slíkum niðurstöðum opinberlega í formi heildarsafns. Nánar

Google Analytics notast við eigin fótspor, en það þýðir að fótsporin eru stillt af viðskiptavini Google Analytics. Viðskiptavinur Google Analytics og Google geta notað kerfin okkar til að tengja gögn sem eru fengin í gegnum Google Analytics við fótspor frá þriðja aðila, sem tengjast heimsóknum á önnur vefsvæði. Auglýsandi gæti til dæmis viljað nota gögn sín af Google Analytics til að gera auglýsingar sínar markvissari eða framkvæma frekari greiningar á vefumferð sinni. Nánar

tilteknar þjónustur Google

Þú getur til dæmis eytt blogginu þínu af Blogger eða Google vefsvæði sem þú átt af Google Sites. Þú getur einnig eytt umsögnum sem þú hefur gefið forritum, leikjum og öðru efni í Play Store.

tryggja að þjónustur okkar starfi á tilætlaðan hátt

Við höfum stöðugt eftirlit með kerfum okkar til að leita að hugsanlegum vandamálum. Ef vandamál kemur upp varðandi tiltekinn eiginleika getum við lagfært það mun hraðar ef við getum skoðað aðgerðarupplýsingarnar sem hefur verið safnað saman.

tryggja og bæta

Við greinum til dæmis hvernig fólk notar auglýsingar til að bæta árangur auglýsinga okkar.

tæki

Við getum til dæmis notað upplýsingar frá tækjunum þínum til að gefa þér ráð um hvaða tæki hentar best til að setja upp forrit eða skoða bíómynd sem þú kaupir á Google Play. Við notum einnig þessar upplýsingar til að gera reikninginn öruggari.

upplýsingar um hluti sem eru nálægt tækinu þínu

Ef þú notar staðsetningarþjónustur Google í Android getum við bætt frammistöðu forrita eins og Google korta sem reiða sig á staðsetningu þína. Ef þú notar staðsetningarþjónustur Google sendir tækið þitt upplýsingar til Google um staðsetningu þess, skynjara (eins og hraðamæli) og um nálæga farsímasenda og Wi-Fi aðgangsstaði (eins og MAC-vistfang og sendistyrk). Öll þessi atriði hjálpa til við að áætla staðsetningu þína. Þú getur kveikt á staðsetningarþjónustum Google í stillingum tækisins. Nánar

veita þjónustu okkar

Dæmi um hvernig við notum upplýsingarnar frá þér til að bjóða upp á þjónustu okkar eru m.a.:

  • Við notum IP-töluna sem er úthlutuð tækinu þínu til að senda þér gögnin sem þú baðst um, eins og að hlaða inn myndskeiði á YouTube
  • Við notum einkvæm auðkenni sem eru geymd í fótsporum í tækinu þínu til að staðfesta að þú sért aðilinn sem sannarlega á að fá aðgang að Google reikningnum þínum
  • Myndir og myndskeið sem þú hleður inn í Google myndum eru notuð til að hjálpa þér að búa til albúm, hreyfimyndir og önnur verk sem þú getur deilt með öðrum. Nánar
  • Tölvupóstur sem þú færð til staðfestingar á flugi kann að vera notaður til að útbúa „innritunarhnapp“ sem birtist í Gmail
  • Þegar þú kaupir þjónustu eða efnislega vöru af okkur getur verið að þú veitir okkur upplýsingar eins og sendingarheimilisfang eða leiðbeiningar vegna afhendingar. Við notum slíkar upplýsingar til þess að vinna úr, uppfylla og afhenda pöntunina og veita aðstoð í tengslum við vöruna eða þjónustuna sem þú kaupir.

vernd gegn misnotkun

Við notum til dæmis upplýsingar um öryggisógnir til að láta þig vita ef reikningurinn þinn er í hættu (ef slíkt gerist hjálpum við þér að grípa til aðgerða til að vernda reikninginn þinn).

viðeigandi ráðstafanir

Við gerum til dæmis gögn nafnlaus eða dulritum gögn til að tryggja að ekki sé hægt að tengja þau við aðrar upplýsingar um þig. Nánar

viðkvæmir flokkar

Þegar við sýnum þér sérsniðnar auglýsingar veljum við umfjöllunarefni sem við teljum að þú hafir áhuga á miðað við aðgerðir þínar. Þú gætir til dæmis séð auglýsingar um hluti eins og „matargerð og uppskriftir“ eða „loftsamgöngur“. Við notum hvorki efnisatriði né sýnum sérsniðnar auglýsingar sem byggjast á viðkvæmum flokkum á borð við kynþátt, trúarbrögð, kynhneigð eða heilsufar. Og við krefjumst þess sama frá auglýsendum sem nota þjónustur okkar.

þjónar víðsvegar um heiminn

Við rekum gagnaver um allan heim til að tryggja að vörur okkar séu ávallt aðgengilegar notendum.

þjónustur til að hringja og taka á móti símtölum eða senda og taka við skilaboðum

Dæmi um slíkar þjónustur eru:

  • Google Voice, til að hringja og móttaka símtöl, senda SMS-skilaboð og stjórna talhólfi
  • Google Meet, til að hringja og móttaka myndsímtöl
  • Gmail, til að senda og móttaka tölvupóst
  • Google Chat, til að senda og móttaka skilaboð
  • Google Duo, til að senda og móttaka myndsímtöl og senda og móttaka skilaboð
  • Google Fi, fyrir símaáskrift

þriðju aðilar

Við vinnum til dæmis úr upplýsingunum frá þér til að senda rétthöfum tölfræði um hvernig efnið frá þeim var notað á þjónustum okkar. Við vinnum hugsanlega einnig úr upplýsingunum frá þér ef fólk leitar að nafninu þínu og við birtum leitarniðustöður vefsíðna sem innihalda opinberar upplýsingar um þig.

öryggi og áreiðanleiki

Dæmi um hvernig við notum upplýsingar frá þér til að halda þjónustum okkar öruggum og áreiðanlegum eru m.a.:

  • Söfnun og greining á IP-tölum og gögnum fótspora til að veita vernd gegn misnotkun sem gerð er með sjálfvirkum hætti. Slík misnotkun tekur á sig ýmsar myndir, þar á meðal eru ruslpóstsendingar til notenda Gmail, þjófnaður á peningum frá auglýsendum með því að smella með sviksamlegum hætti á auglýsingar eða ritskoðun á efni með svokallaðri DDoS-árás.
  • Eiginleikinn sem kallast „síðasta aðgerð“ getur hjálpað þér að finna út hvort og þá hvenær einhver opnaði tölvupóstinn þinn án þinnar vitneskju. Þessi eiginleiki sýnir þér upplýsingar um síðustu aðgerðir í Gmail, eins og IP-tölur þeirra sem opnuðu tölvupóstinn, staðsetningu þeirra og dagsetninguna og tímann sem aðgangurinn átti sér stað. Nánar
Google forrit
Aðalvalmynd